Astma fjallganga

Þátttöku minni í verkefninu Astma Maraþon 2008 lauk með 10km hlaupi mínu í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis. Það er óhætt að segja að þetta verkefni hafi breytt mínu lífi með því að opna augu mín og sparka í rassinn á mér. Ég er farin að hreyfa mig reglulega og finnst gaman af hreyfingu - og mér líður svo miklu miklu betur.

En nú er það stóra spurningin - á ég að taka þátt í næsta verkefni?

Astma- og ofnæmisfélagið er í samstarfi við AstraZenega o.fl. að starta nýju verkefni sem felst í því að klífa Hvannadalshnjúk í maí 2009.
Það væri nú ekki leiðinlegt að bæta þessu við afrekalistann minn :)

astma_fjallganga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki spurning, það er æðislegt að labba á hnjúkinn!

Júlía (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband