Eitt fjall á mánuði

..er markmiðið í þjálfuninni fyrir AstmaFjallgönguna. Á laugardaginn á að ganga upp á Esju en ég hef því miður ekki tíma til að fara með hópnum svo ég þarf að fara síðar í mánuðinum - ein (eða í góðra vina hópi).

Fór í læknisskoðun á þriðjudag og þolpróf í gær. Gekk sæmilega á þolprófinu, fór 1.72km á 12 mín, en ég veit að ég get betur. Kenni um þreytu, æfingaleysi og að ég tók ekki púst fyrir hlaupin. Til þess að komast upp í næsta þolstig þarf ég að fara 1.95km og ég veit alveg að ég get það ef ég legg mig fram.

Annars er nóg að gera í námskeiðshaldi, þessa dagana erum við að búa til leiðbeinendur, vegna þess að ég anna hreinlega ekki eftirspurninni fyrir námskeiðin - ég þarf jú líka að hafa smá tíma fyrir sjálfa mig - sem ég hef ekki haft þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að fjallgangan verður á tíma þegar ég kemst frá þá er ég sko alveg meira en til í að koma með þér. Hef ekki farið á eitt einasta fjall í sumar og þá er nú mikið sagt.

Freyja Rut (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 09:34

2 identicon

Já þú mátt endilega láta mig líka vita hvenær þú ert að spá í að fara mig hefur alltaf langað að fara á esjuna en hef aldrei gert neitt í því svo endilega hafðu samband :)

Fanney (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:12

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Glæsilegt - ég fer líklegast í næstu viku (þ.e. 7. okt eða seinna) - hvernig er vinnutími / frjáls tími hjá ykkur? Þar sem ég er í fríi fyndist mér gott að fara um miðjan dag / seinnipart einhvern daginn þar sem ég býst við að vera upptekin um helgar..

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 29.9.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband