Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
19.12.2007 | 09:43
Eitthvað fyrir alla..
konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla..
Kveðja, Leikbær.
Kynþokkafullur fangi í dótabúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2007 | 13:15
Þetta kalla ég ekki dekurbörn
Mín skilgreining á dekurbarni er ekki sú að eiga gott samband við foreldra sína og í sumum tilfellum búa lengi heima. Mín skilgreining á dekurbarni er barn sem fær allt upp í hendurnar og það þarf sko ekki að vera gott samband á milli þess og foreldra þess þó foreldrarnir færi því allt sem það vill. Ég þekki einhverja sem hafa búið lengi hjá foreldrum sínum sem flokkast sannarlega ekki sem dekurbörn og ég þekki mjög marga sem eiga virkilega gott samband við foreldra sína og eru sannarlega ekki dekurbörn. Og ég hef unnið með krökkum sem eru dekurbörn og ég hef aldrei vitað annað eins. Auðvitað er ég ekki að segja að öll dekurbörn séu ómöguleg í vinnu en þau sem ég hef unnið með voru það. Ég verð því að vera pínu ósátt við fyrirsögnina en engan veginn ósátt við efni fréttarinnar. Finnst það bara nokkuð skiljanlegt að börn sem eru í góðu sambandi við foreldra gangi vel..
Dekurbörnum gengur betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2007 | 12:50
Verðið skiptir ekki máli...
Það er að segja, maður á ekki að setja það fyrir sig að eitthvað sé of ódýrt. Það má nú heldur kannski ekki missa sig í dýru gjöfunum.. nema maður virkilega vilji það.
Ég hef nú oft fallið í þá gryfju og viðurkenni það fúslega að vera búin að finna einhverja brilliant gjöf en finnast ég þurfa að kaupa eitthvað meira til að "fylla uppí" verðlega séð. Oft hefði ég betur sleppt uppfyllingunni og látið ódýru, en jafnframt virkilega sniðugu gjöfina nægja. Ég er búin að vinna svolítið í sjálfri mér með þetta og læra að vera sátt við þær brilliant gjafir sem ég finn sama hvað þær kosta. Ég reyni oftast að leggja vinnu í að finna út hvað hentar einstaklingnum sem ég er að gefa og gefa honum eitthvað sem nýtist honum eða fylgir hans stíl. Ekki kaupa styttu sem mér persónulega finnst geðveikt flott en passar svo engan veginn inn í íbúðina hjá viðkomandi eða hans smekk. Eða gefa honum tertudisk þegar hann á þegar allt tertudiskasafnið frá Villeroy og boch og fleirum..
Fyrir mitt leyti, þegar ég fæ gjöf, þá skiptir það mig nákvæmlega engu máli hvað gjöfin kostaði þann sem gaf mér hana, nema kannski hún líti út fyrir að hafa verið mjög dýr, þá finnst manni oft svolítið óþægilegt að taka við henni. Það eina sem skiptir mig máli er að gefandinn sé að segja að honum þyki vænt um mig.
40% kaupa dýrari gjafir en þeir vilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2007 | 09:22
Gott að vita af þessu fyrirfram
Annars eigum við nú 9 litla bjóra inni í ísskáp og fullan skáp af sterku svo það er nú ekki hundrað í hættunni. En þó gott að vita af þessu.
Ég hef nú oftast reynt að mæta frekar snemma í áfengisverslanir fyrir áramót, það leiðinlegasta sem ég veit er að mæta þarna á síðustu stundu og fara beint í biðröð dauðans. Ekki mitt tóbak.
Ríkið lokað á Þorláksmessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2007 | 16:34
Secret santa
Við vorum með mjög skemmtilegan leik í vinnunni í síðustu viku. Á sunnudaginn fyrir viku fengum við tölvupóst þar sem hverju og einum var úthlutað jólabarni. Okkar hlutverk var að vera "Secret santa", gleðja jólabarnið með gjöfum og fleiru skemmtilegu. Ég lagði mikinn metnað í að vera góður jólasveinn (eða jólameyja) og byrjaði mánudaginn á að lauma tómri körfu til jólabarnsins míns ásamt leiðbeiningum um að karfan ætti ávallt að vera á borðinu því aldrei að vita nema eitthvað kæmi í körfuna. Frá þriðjudegi til föstudags bættust svo við hver pakkinn á fætur öðrum og allir voru þeir kyrfilega innpakkaðir og vel merktir með orðunum "Má ekki opna fyrr en á föstudag". Eftir vinnu á föstudag var svo örlítið teiti og þá gat jólabarnið mitt loksins opnað pakkana sína sem það var búið að bíða eftir með eftirvæntingu. Jólabarnið var búið að vera horfa upp á alla hina vera að fá pakka og opna og njóta en gat ekki gert það sjálft. Fyrr en kl. 17 á föstudag. Þá opnaði jólabarnið alla pakkana og var yfir sig hrifið. Í körfunni leyndist nefnilega kex, ostur, ostahnífur, súkkulaði og lítil rauðvínsflaska :) Jólabarnið fór svo hæstánægt heim á leið eftir gleðskapinn á föstudaginn og hefur örugglega notið lystisemdanna núna um helgina. Verði því að góðu :)
Ég var líka með mjög skemmtilegan jólasvein. Á mánudaginn hélt ég að ég fengi engan pakka en seinnipartinn fékk ég svo sms (nafnlaust að sjálfsögðu) þar sem stóð: "Heppnin er með þér í dag... ertu búin að kíkja í pakkann vinstra megin við tölvuna þína? hohoho Jóli". Og þar var pakki sem ég hafði bara ekki tekið eftir og í honum var bókin "Ungfrú Heppin" :) Á þriðjudaginn fékk ég engan pakka en á miðvikudagsmorgun beið mín flottur pakki sem innihélt fínt kaffi frá Amokka. Seinnipartinn á miðvikudag fékk ég svo þetta rosa fína súkkulaði. Á fimmtudag fékk ég ofsa fína öskju með heimagerðum smákökum og á föstudag mjög fallegan kertastjaka með 6-7 sprittkertum. Ég er virkilega ánægð með þetta allt saman og á eftir að njóta góðs kaffis og súkkulaðis á jólunum (er nánast búin með smákökurnar :) )
Það var mikil gleði og spenningur á föstudaginn að fá að vita og giska á hver væri jólasveinninn sinn. Sumir gátu giskað rétt, sumir höfðu ekki hugmynd og suma hafði komist upp um í miðri viku. Virkilega skemmtilegur leikur sem ég mæli með á öllum vinnustöðum til að hrista upp í liðinu og þétta hópinn, hvort sem það er gert á þennan hátt rétt fyrir jól (Secret Santa) eða á miðju ári sem venjulegur leynivinaleikur :) Það eru líka til margar útfærslur líka, t.d. var hárgreiðslustofan mín með leynivinadaga alla föstudaga í desember.
Jæja, best að fara að drífa sig í að klára að taka til og fínpússa fyrir matargestina sem koma á eftir :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 12:01
Hver á ábyrgðina
Leikjanet er leikjamiðlari. Þeir miðla leikjum af erlendum leikjasíðum. Þarna inni eru allskonar leikir og margir leikir sem ekki allir foreldrar væru sáttir við að börnin væru að leika sér í. Eins getur komið fyrir að auglýsingar á þessum leikjasíðum sem vísað er í skeri í augu margra eins og komist hefur nú í fréttir. Það var allavega það sem ég las úr þessu, að títtrætt auglýsing hafi birst á leikjasíðu sem hægt var að komast í frá Leikjaneti. Hafi ég rangt fyrir mér, endilega bendið mér á það. Eins og stjórnandi Leikjanets tjáði í frétt í gær þá er erfitt að fylgjast með öllum síðunum þar sem þessir leikir eru staðsettir og athuga hvort eitthvað sé í gangi með auglýsingar hjá þeim. Svo bendir hann á að fólk geti haft samband ef þeir koma auga á eitthvað af þessu tagi og þá bregðast þeir strax við því. Þetta eru vinnubrögð sem ég er mjög sátt við.
Þegar systur mínar koma í heimsókn til mín (sjö og níu ára) þá fara þær gjarnan á Leikjanet. Ég fylgist grannt með því hvaða leiki þær eru að spila og á hvaða síðum þær eru á. Ég stend auðvitað ekki yfir þeim hverja sekúndu en ég fer reglulega inn í tölvuherbergið til að athuga hvort ekki sé allt í sóma. Ef ég sé eitthvað sem ég er ekki sátt við þá bið ég þær einfaldlega um að vinsamlegast hætta í þeim leik og fara í einhvern annan leik. Og það er bara ekkert mál.
Ég tel það vera mest á ábyrgð foreldra að fylgjast með börnunum sínum og skoða hvað er í gangi þegar þau eru í tölvunni. Og þegar eitthvað kemur upp á þarf að útskýra það fyrir börnunum. Tölvur eru ekki eins og sum önnur leikföng sem er bara hægt að "dömpa" börnunum í og leyfa þeim að leika í friði. Tölvunotkun þarf að fylgjast grannt með.
Börnin mín (sem ég á ekki ennþá) verða örugglega með þeim síðustu í bekknum til að fá tölvu inn í herbergi til sín. Væru þau með tölvu inni í herbergi væri frekar erfitt að fylgjast með notkuninni. Hinsvegar þegar tölvan er á almenningssvæði þar sem er mikill mannagangur þá er auðvelt að fylgjast með notkuninni og spyrja út í hvað er verið að gera.
Eins mun ég koma til með að fylgjast grannt með spjallrásum og tólum eins og msn (verður væntanlega komið eitthvað annað þá). Ég er mjög stolt af ónefndum manni sem settist niður hjá barni sínu á unglingsaldri og spurði það um hvern einasta "contact" á msn listanum hjá því. Barnið þekkti ekki helminginn af fólkinu á msn listanum hjá sér og var það látið henda því út af listanum. Það var bara svo flott að vera með sem flesta inni hjá sér, skipti engu hvort það þekkti það eða ekki. Það er líklega á þennan hátt sem barnaníðingar komast inn á msn hjá börnum.
Ég segi því að ábyrgðin liggi sem mest hjá foreldrum, að þau séu upplýst um tölvunotkun barna sinna og ef þau sjái eitthvað ósiðlegt að hafa strax samband við forráðamenn þeirra vefja eða loka á notkunina hjá barninu sínu og eins að ræða þetta við barnið sitt, hvað má og hvað má ekki, og hvað getur gerst.. og brýna fyrir þeim að veita ekki persónulegar upplýsingar til ókunnugra.
Að lokum vil ég benda á mjög gott verkefni og fræðslu varðandi þetta málefni http://saft.is/
Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2007 | 13:11
Þetta hef ég nú alltaf vitað
að góður nætursvefn fyrir próf væri nauðsynlegur. Ég minnist þess ekki að ég hafi nokkurntíma vakað heila nótt fyrir próf eða farið allt of seint að sofa. Frekar hef ég farið snemma að sofa og vaknað mjög snemma til þess að fara yfir aðalatriðin. Eins er nauðsynlegt að vera ekki að frumlesa efni stuttu fyrir próf því heilinn á erfiðara að meðtaka nýjar upplýsingar svona stuttu fyrir prófið.
En þetta á nú víst örugglega ekki við alla, sumum finnst eflaust gott að vaka nóttina fyrir próf og eru í alvöru að inntaka efnið vel. Maður verður bara að finna það hjá sjálfum sér.
Ég veit allavega með mig að ef ég fæ ekki minn nætursvefn þá fer ég bara að rugla og bulla :)
Nætursvefn gefur hærri einkunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2007 | 11:02
Snilld!!
Vá hvað þetta er fyndið.. ég var ekki búin að sjá þetta fyrir en maður hefði svosem getað sagt sér það strax.. auðvitað eiga eftir að koma út einhver 3ja stafa orð í nýju bílnúmerunum sem eru kannski ekki heppileg. Jæja þetta minnkar bílnúmeraflóruna væntanlega töluvert.
En eins og annar moggabloggari benti réttilega á þá er þetta frekar asnaleg fyrirsögn, ekki beint hægt að segja að orðið GAY sé dónalegt, væri nær að segja óheppilegt. Orðið TÍK flokkast frekar sem dónalegt orð. Og hver verður settur í það að flokka "dónalegu" númeraplöturnar frá hinum? Það sem einum finnst í góðu lagi getur öðrum fundist mjög dónalegt eða óheppilegt.. þarf væntanlega að finna góðan einstakling í þessa vinnu. Sumir gætu t.d. móðgast ef einhver fengi númerið GUD eða GOD. Svo geta líka komið allskonar samsetningar út úr 3 stöfum og 2 tölustöfum þar sem hægt er að nota tölustafi í stað bókstafa, t.d. LE S80 (lesbo fyrir þá sem fatta ekki). Held að þetta verði ekki auðvelt starf..
Já, finnst þetta vera frekar mikil skammsýni hjá þeim sem ákvað að hafa 3 bókstafi fremst í númerinu. Kannski fljótfærni.
Blátt bann við dónalegum bílnúmerum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2007 | 15:45
Það sem mönnum dettur í hug..
Ef maður sæi glóandi kattarandlit í göngutúr í rökkrinu - þá held ég að manni myndi aldeilis bregða. Alveg er maður nógu myrkfælinn fyrir og nóg brá manni þegar venjulegur köttur læddist inn á heimilið að nóttu til í haust og byrjaði að mjálma hástöfum þegar hann komst ekki aftur út.
En kannski þetta gæti frekar hjálpað manni í myrkfælninni ef þessir kettir væru algengir, sem og ef fleiri dýr væru gerð glóandi. Þá væri eðlilegt að allskonar glóandi hlutir væru í myrkrinu og maður væri þá rólegri. Hins vegar væri frekar geðfellt ef pöddur og örverur færu að vera glóandi því þá sæi maður hvað allt er morandi í þeim... jakk.
Svo gæti þetta kannski hjálpað til varðandi "roadkills", færri dýr drepin á vegunum nema kannski heimskar rollur sem hlaupa yfir á síðustu stundu. Já og ef mannfólkið væri glóandi þá væri kannski ekki nauðsynlegt að ganga um með endurskinsmerki á myrkustu tímum - börnin væru líklega mun öruggari :)
Glóandir kettir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2007 | 12:03
Engin veisla?
Á að urða dýrin? Fær enginn villibráðaveislu um jólin? Tjah það myndi nú kannski senda slæm skilaboð ef einhverjir fengju að hirða dýrin til átu, fólk gæti farið að "sitja um" dýrin í bílum sínum til að reyna að ná sér í fína jólasteik. Ég hefði ekkert á móti því að "urða" eitt af þessum dýrum.
En jæja, allavega gott að enginn mannvera slasaðist í þessu.
Ók á 13 hreindýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)