Gleðilega hátíð öllsömul

Kannski ég bloggi eilítið persónulega núna..

Jólaundibúningurinn gekk vel. Við vorum lítið stressuð hér á Burknavöllunum og var ekki klárað að þrífa og taka til fyrr en á aðfangadag. A þorláksmessu var vitaskuld mest allt skúrað og græjað en Tryggvi var að vinna allan daginn, fyrst uppá Gafl í skötuveislu (og kom heim með smábita handa mér.. namminamm) og svo að hjálpa til í Ecco á Laugavegi. Ég fór í jólaboð til ömmu og svo hittumst við um kvöldið niðri í bæ. Fyrsta skipti sem ég fer í miðbæinn á þollák.

Á aðfangadag var byrjað á að fara með nokkra pakka, klára innkaup (nokkrar nauðsynjavörur) og svo voru þrifin kláruð. Já og síðasta jólaserían sett upp - inni í svefnherbergi. Við vorum svo pollróleg á þessu að ég gleymdi mér og byrjaði ekki að sjæna mig til í framan fyrr en tíu mín í sex. En það hafðist, setti met í að mála mig í framan og var komin fram til að kyssa Tryggva gleðileg jól þegar kirkjuklukkurnar glumdu í útvarpinu.

Maturinn var svo alveg æðislegur. Við vorum með villisveppasúpu í forrétt sem var svo saðsöm að ég átti erfitt með aðalréttinn, sem var þó ekki strax á eftir, en í aðalrétt vorum við með stokkandabringu (veidda á tjörninni í Hfj... eða ekki) með sætum kartöfluteningum og rófuteningum, hátíðarrauðkáli og villibráðasósu. Virkilega gott.
Við vorum svo södd eftir fyrstu tvo réttina að við ákváðum að bíða aðeins með eftirréttinn og hófum pakkaopnun. Við fengum margar fínar gjafir, vorum hissa á hvað það var mikið pakkaflóð miðað við að við færum bara tvö en við viljum þakka öllum fyrir yndilslega fínar gjafir.
Eftir pakkaopnunina fengum við okkur svo þennan dýryndis epla eftirrétt og horfðum á einn House þátt á meðan (já.. svolítið óvenjulegt kannski en okkur fannst það bara fínt)

Eftir eftirréttinn ákváðum við að kíkja í kaffi til pabba og fjölskyldu á Álfaskeiðinu. En á leiðinni til pabba komum við að umferðarslysi, sáum það ekki gerast en vorum bara ca. 40 sek á eftir því. Annar strákur hafði séð þetta og stoppaði og liklega hefðum við ekki tekið eftir því nema af því að hann stoppaði. Jeppi hafði farið framyfir vegrið og oltið og lá rétt fyrir utan veginn, í brekku fyrir neðan, á hvolfi. Við stukkum út, strákurinn sem sá þetta var að hringja á sjúkrabíl. Sem betur fer urðu engin slys á fólkinu en í bílnum var fullorðinn maður með litla dóttur sína, ca. 3 ára gamla. Beltin bjaga!! Þau voru alveg heil á húfi, og vorum við hjá þeim þar til löggan og sjúkrabíllinn kom. Jeppinn var ekki á mikilli ferð þegar þetta gerðist, lenti á einhverjum hálkuletti og hvolfdist yfir vegriðið. Þetta var við brúna sem við keyrum iðulega yfir og undir á leiðinni hem til okkar, fyrsta brúin sem komið er að í Hafnarfirði frá Keflavík. Hann semsagt lenti í brekkunni fyrir neðan vegriðið, rétt áður en komið var á brúnna. Hefði hann verið á meiri ferð hefði ekki verið gott að segja hvort hann hefði oltið niður á veg. En mildi að ekki fór ver og að feðginin voru heil á húfi.

En já, nokkru síðar vorum við komin heim til pabba þar sem systur mínar tóku æstar á móti okkur. Mundu ekki alveg í fyrstu hvað við gáfum þeim en það kom eftir smá upprifjun. Fötin smellpössuðu á þær sem er bara gott, enda keypt í H&M í ágúst :) Þær verða flottar í tauinu þegar þær fara aftur í skólann :)

Á jóladag var það svo bara letin ein, horfðum á tvær bíómyndir og nokkra þætti áður en við dröttuðumst á lappir og fórum í jólaboð til mömmu. Hermann bróðir fékk möndluna enda át hann hálfa skálina hehe ;-)

Ekkert jólaboð í dag, letikastið verður bara tekið á þetta, kannsk farið í konfektgerð og í göngutúr í góða veðrinu og snjónum, og mjög kannski í bíó í kvöld :)

Enn og aftur, Gleðilega hátíð kæru vinir nær og fjær :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól Lauga og Tryggvi..

Þið myndaleg að elda jólamatinn sjálf

Takk fyrir allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða.

Njótið þess að vera til og slappa af um jólin. 

Stella (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 15:15

2 identicon

Gott að fá persónulegt blogg, miklu betra :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 15:31

3 identicon

Ætli það hafi ekki verið nær tveim þriðju. :)

Hermann (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband