Æj smá heilsublogg

Já ég veit ég veit ég ætlaði ekki að heilsublogga neitt hérna megin en ég bara bara svo ánægð með sjálfa mig að hafa náð að hlaupa heila tvo kílómetra án hvíldar í morgun á jöfnum hraða. Og var ekkert nálægt því eins móð og þreytt eins og á þriðjudaginn þegar ég náði að hlaupa 1.3 km. Játs geðveikt stolt. Hef ekki hlaupið svona rosalega mikið í mörg mörg mörg ár.
Svo er komið ferlega gott hvatningakerfi upp í vinnunni sem kom mér á lappir í morgun. Uppi á vegg inni í matsal hangir tafla með öllum dögum mánaðarins og nöfnum allra starfsmanna. Þegar maður hefur verið duglegur getur maður svo límt broskallalímmiða á daginn sem maður gerði eitthvað. Mig langaði nú pínu að sofa í morgun en hugsaði svo "Nei! mig langar að setja broskall á daginn í dag" og dreif mig. Og sé ekkert eftir því :)

Jæja.. ekki meira heilsublogg hérna - lofa (nema kannski þegar ég brýt helstu múrana - 3 km, 4 km, 5 km :) )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband