Námskeið námskeið námskeið

Það mætti halda að ég væri námskeiðssjúk... kannski bara er ég það :) Ég veit ekki hvað ég er búin að fara á mörg námskeið síðustu vikur/mánuði, stutt og löng. Þau eru ansi mörg. Næsta námskeið sem ég fer á er tímastjórnunar námskeið sem Tryggvi kennir. Þar á eftir ætla ég svo á námskeið sem mig hefur lengi langað á og núna er síðasti séns og þá ekki annað að gera en að skella sér.

Það mun vera námskeiðið Þú ert það sem þú hugsar hjá Guðjóni Bergmann.
Á vefnum segir um það sem maður lærir:
- Lærðu meira um það hvernig hugurinn starfar og hverju þú getur stjórnað.
- Lærðu að nýta þér streitu til framdráttar en draga á sama tíma úr neikvæðum áhrifum hennar.
- Lærðu að byggja upp sjálfstraust með því að setja þér markmið og efla jákvætt hugarfar.
- Lærðu að koma lífinu í betra jafnvægi með því að skilja hinar sjö mannlegu þarfir.
- Lærðu einfalda hugleiðsluaðferð til að þjálfa upp einbeitingu og auka afköst.

Þetta er mjög spennandi og ég hlakka mikið til að fara :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi því !!!

Það er eins gott að námskeiðasýkin verði enn til staðar þegar ég kem heim.

Hanna Björg (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband