17,5

Úff púff aftur. Samt ekki eins mikið úff púff.  Kannski af því að ég tók góðar pásur á milli - en samt hjólaði ég 3km lengra:)
Fór s.s. beint eftir vinnu til Tryggva uppí Ármúla og fékk mér að borða hjá honum. Eftir það hjólaði ég áleiðis til Hafnarfjarðar en fór aðra leið í Garðabænum, meðfram sjónum og í gegnum nýja hverfið og kom upp við Álftanesveginn. Fín leið, kílómetra lengri en hin leiðin sem er alveg hundleiðinleg (framkvæmdir, og vantar stíg hluta af leiðinni - lengri leiðin er líka miklu fallegri).
Þegar ég kom inn í Hfj. ákvað ég svo að koma við hjá pabba á Álfaskeiðinu. Smá útúrdúr þar líka - lengri leið heim. Þegar ég reiknaði þetta svo allt saman út fékk ég það út að ég hef hjólað um 3km lengra núna heldur en ég gerði síðast. Og það var ekki nærri því eins erfitt.
Ég ætla að tengja það þrennu.
1. Réttara klædd núna - síðast var ég of vel klædd og var of heitt. Núna var mér passlega hlýtt.
2. Búin að hreyfa mig mun meira upp á síðkastið en áður og búin að byggja upp þol og styrk.
3. Mataræðið. Er í aðhaldi og er að borða rétt. Sex máltíðir á dag og þó ég sé að borða mun færri kaloríur þessa dagana heldur en fyrir viku síðan þá hef ég miklu meiri orku.
Sjitt hvað mér líður vel með þetta :) Svo er bara að fara að hlaupa meira og þá á ég eftir að rúlla upp þessum 10km í ágúst :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband