Og þá hefst það

84 dagar af heilsusamlegu líferni.

Jú ég býst nú við að eftir þessa 84 daga verði þessu heilsusamlega líferni haldið áfram en í dag er 1. dagurinn af okkar eigin Body-for-LIFE áskorun. Og í verðlaun er ferð til Indlands.

Og hvað felst í þessu? Við Tryggvi byrjuðum á því að taka "fyrir" myndir af okkur (sem eru þó ekki fyrirmyndir okkar hehe). Svo mældum við okkur og eftir það skrifuðum við niður matseðil vikunnar máltíð fyrir máltíð. Henni verður fylgt eftir í einu og öllu! Sem þýðir að ég ætla að hætta að borða matinn í vinnunni og koma með minn eigin mat. Þrjár klst á milli máltíða sem allar eru rétt samansettar af prótíni, kolvetni og fitu (góðri fitu). Auk þess munum við halda áfram að hreyfa okkur eins og við höfum verið að gera - nema við aukum við æfingarnar og setjum meira "fútt" í hverja æfingu svo við fáum sem mest út úr þeim.

Þessi viku matseðill sem við gerðum er fyrir sex daga. Sjöundi dagurinn er frjáls dagur (hjá okkur laugardagur), þá má maður hvað sem er (og auðvitað er manni frjálst að halda áfram í holla fæðinu ef vill - nú eða fá sér kökur og gos ef vill). En hinir sex dagarnir eru mjög strangir. So people, bear with us! Það er ástæða fyrir því að við borðum ekki kökurnar ykkar ef þið bjóðið okkur í kaffi. Nothing personal.

Þetta munum við gera í 12 vikur, 84 daga. Og gangi okkur vel þá munum við verðlauna okkur með því að leyfa okkur að fara á heimsþing JCI í Indlandi í nóvember. Ekki slæmt það :-)

Við hefðum líka skráð okkur í body-for-LIFE keppnina hefðum við getað það. Þessi íslenska, líkami fyrir lífið er ekki lengur í gangi og þessi bandaríska er bara fyrir bandaríkjamenn. En þess í stað erum við bara með okkar eigin keppni :-) Indland baby yeah!

Mín fyrirmynd er þessi kona. Hún er 2cm hærri en ég og þegar hún byrjaði var hún 4kg léttari en ég er í dag. Og í dag er þessi kona geðveikt flott! Ég ætla að verða svona flott :-) Og ég hlakka geðveikt til. Þá mun ég passa í fínu brúnu dragtina sem ég hef aldrei farið í (jú ég hef reyndar nokkrum sinnum farið í buxurnar sem þá voru svolítið þröngar en ég kemst ekki í í dag). Og þá kemst ég í fína silkikjólinn sem var saumaður á mig í Tælandi. Og þá get ég verið í honum á gala kvöldinu á JCI þinginu í Indlandi :-D

Vá hvað ég hlakka til :)

 

p.s. Hljóp 5.5 km í Laugardalnum á fimmtudag :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Gangi þér vel í átakinu.  Mér finnst þessi kona samt allt of mjó í dag...

Sigurjón, 7.7.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband