Dagur 3

Og sjitt hvað mér líður vel! Ég er aldrei svöng og ég er aldrei of södd. Bara passleg. Stundum þarf ég meira að segja að minna mig á að borða svo ég gleymi því ekki (sem þýðir að síðasti skammtur á undan var aðeins of stór - máltíðin á að vera hnefastór).

Ég nenni að sjálfsögðu ekki að elda mér eitthvað fyrir hverja einustu máltíð (sem ég hef auðvitað ekki tíma fyrir heldur - gæti reyndar eldað fyrirfram en ég nenni heldur ekki að borða kjúkling, fisk eða steik í hvert mál) svo þá er gott að fá sér "meal replacement". Við notumst bæði við Myoplex duft og Myoblex bar. Duftið er hreint út sagt ógeð. Maður þrælir því í sig jú en ekki við mikinn fögnuð. Ógeðslegt duftbragð.. þó vanillubragðið og súkkulaðibragðið sem slíkt sé fínt, þá er samt þetta ógeðslega duftbragð. En hinsvegar þá eru Myoplex stykkin alveg geeeeðveikt góð. Bara eins og nammi! Ég hef oft smakkað allskonar svona prótein stangir og rusl sem er ógeðslega vont, súkkulaðið eins og þurrt ég veit ekki hvað og bara ekkert gott. En ég ætlaði varla að trúa því þegar ég smakkaði þetta hvað þetta væri gott. Vá. Bara æðislegt.

Eftir þessa 3 daga í body-for-Life og semi-holla lífernið sem var þar á undan þá líður mér svoooo vel og ég finn hvað ég er að styrkjast og eflast með þessu mataræði og þeirri hreyfingu sem ég er að fá (og alltaf að auka við). Ég fer í golf, hleyp, hjóla og fer í curves. Á sunnudaginn hjóluðum við Tryggvi upp í reit hjá afa hans og ömmu þar sem öll fjölskyldan var að hjálpast til við að slá grasið, klippa trén, vökva - ég játa reyndar að ég sat bara og sleikti sólina og spjallaði við fólkið, en Tryggvi fór með afa sínum fyrir trén og klippti það sem klippa þurfti. (Reiturinn er rétt fyir utan Hvaleyrarvatn..). Hjóluðum frá holtinu (þar sem móðir Tryggva býr), í N1 þar sem við pumpuðum í dekkin og svo upp í reit, og svo aðra leið til baka, fram hjá Hvaleyrarvatni. Allt þetta var um 14.5km. Ekki slæmt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þið eruð dugleg!

Er bara alsherjar átak í gangi hjá ykkur núna semsagt?... ég er mjög dugleg að plana hvað ég ætla að gera en ekki nógu dugleg að framkvæma það :)

Stella (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

nei ég vil ekki líta á þetta sem átak, því þau taka venjulega enda og þá er manni hætt við að fara aftur í sama horf og áður. Ég vil þó frekar kalla þetta átak heldur en megrun því það er þetta alls ekki. Lífsstílsbreyting er það sem ég vil helst kalla þetta því nú er ekki aftur snúið :-)

Ég hef einmitt oft verið í þeim sporum að plana hvað ég ætla að gera en ekki verið nógu dugleg við að framkvæma það... og það gerist í raun á hverjum degi :-P (þó ekki varðandi mataræðið)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 8.7.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband