Ég er ekki spéhrædd

..eða ég býst ekki við því að ég verði það þegar ég yfirgef þennan heim, svo ef einhver hópur af ungmennum sem eru að vinna í kirkjugarðinum langar að sjá mig þá skal ég glöð gefa þeim leyfi til þess hér með. Það er ekki eins og það hafi verið einhver sýning í gangi fyrir almenning, 500 kall inn og þú færð að sjá lík. Mér finnst þetta tilvik frekar saklaust, hópur ungmenna í sumarstarfi - í kirkjugarði. Bara að fá að skoða vinnustaðinn eins og hann leggur sig. Þegar ég hef byrjað í nýrri vinnu hef ég fengið túra um staðinn, og jafnvel fengið að sjá hluti sem eru top secret og mikið lagt í öryggi (og eldri starfsmenn hafa jafnvel aldrei fengið að sjá).

Ok það er kannski ekki alveg hægt að líkja þessu saman en mér finnst allavega ekkert að þessu einstaka tilviki. Hinsvegar er ég alveg sammála að látnir eru ekki sýningagripir fyrir hvern sem er og það mætti setja einhverjar reglur varðandi það hvernig lík er höndlað frá dauða til grafar og hverjum er hleypt nálægt því.

En EF ég dey í alvarlegu slysi sem hefði mátt koma í veg fyrir (t.d. bílslysi, bruna o.fl sem menn geta stundum ráðið við) þá skal ég glöð gefa líkama minn til vísinda, vera til sýnis t.d. fyrir krakka sem eru að taka bílpróf og fólk sem hefur misst prófið vegna of hraðs aksturs eða að keyra full/ur..
Annars vil ég vera brennd, sett í krukku og upp í hillu í grafhýsi (ég vil ekki fá heila gröf í kirkjugarði undir mig!).

BTW, ég hef aldrei skilið þessa áráttu hjá fólki að geyma sjálft öskuna af ættmennum heima hjá sér. Að vera með þau í einhverri flottri krukku uppi á hillu... neih ekki sjarmerandi, auk þess sem það hlýtur að gera það erfiðara að "halda áfram". Það er ekki eins og það sé bara mynd af viðkomandi uppi á hillu að minna mann á sig. Nei, viðkomandi bókstaflega ER uppi á hillu og gerir manni erfiðara fyrir að hugsa minna um sig. Úff. Nei.


mbl.is Látnir ekki sýningargripir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Sammála þessu með öskuna...

Annars held ég að þó hinn látni hafi kannski ekki verið spéhræddur (sem ég veit auðvitað ekkert um) þá má ekki gleyma hinum syrgjandi ættingum, sem e.t.v. þætti það með öllu óhæft að einhverjir krakkar færu að skoða lík ástvinar síns. Kannski þeir hafi verið spurðir leyfis...

Ég segi fyrir mína parta að ég væri ekki til í að krakkarnir í vinnuskólanum fengju að skoða látinn ættingja minn.

Hjördís Þráinsdóttir, 11.7.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband