Súludansmær

Þann 8. september mun ég hefja nám í súludansi. Þó ekki til þess að stunda þá iðn á Goldfinger eða öðrum þannig stöðum heldur til þess eins að koma mér í form á skemmtilegan máta :-) Pole fitness er jú það heitasta í dag... en ég hef nú reyndar ekki verið þekkt fyrir að elta það heitasta eða það sem er mest í tísku. Nei þetta er bara svo spennandi plús ég hef einu sinni fengið að prófa (stelpuóvissuferð í vinnunni) og þá sá ég hvað þarf svakalegan kraft í líkamann og vera liðug til þess að gera þetta. Eftir að hafa prófað þetta þá öðluðust súludansmeyjar mína virðingu. Þetta verður heljarinnar púl þrisvar í viku í vetur og með þessu mun ég halda áfram að stunda mitt hlaup.

Hlaupin ganga annars nokkuð vel. Fór t.d. 5km í gær á 38 mín, innifalið í því er upphitun og smá teygjur eftir upphitunina.. Hreyfði mig líka í morgun þar sem ég kemst ekki í hádeginu í dag. Nýtt plan er nefnilega að fara á hverjum degi í hádeginu og svo þegar ég get heima á brettið eftir vinnu (get það t.d. ekki í dag og gat það ekki í gær)..

Ég er bara orðin húkt á hreyfingu :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband