Mikið í gangi

Um síðustu helgi var starfsmannaútilega Mentis sem ég sá um að skipuleggja í einu og öllu :) Bara gaman. Þeir sem þekkja mig vel vita að mér finnst fátt skemmtilegra en að skipuleggja viðburði og það var bara gaman að koma þessu öllu saman. Einu "mistökin" sem ég kannski gerði var að vera bara með leiki sem tóku líkamlega á.. þ.e. mikil hlaup o.þ.h. - fórum í pokahlaup, sto, ratleik (þar sem gilti að vera sem fljótastur) og svo í fótbolta með sérstökum gleraugum sem gerði manni erfitt fyrir. En jæja, á milli þessara leikja fékk fólk nú að slaka á og tala saman og skoða svæðið. Allavega ekki of mikil dagskrá :) En þessi útilega var bara snilld og Tryggvi snilldarkokkur gerði góða hluti á grillinu. Partýtjaldinu var tjaldað þrisvar þegar við mættum á svæðið - fyrst þegar við reistum það kom í ljós að þakið var öfugt (stögin voru innan á). Í annað skiptið sem við reistum það kom í ljós hvar súlurnar sem gengu af áttu að vera. En í þriðja skiptið gekk allt upp og reist var fínt 20m2 partýtjald. Á laugardagsnótt þegar flestir voru að fara lögðust allir á eitt og hjálpuðust að við að taka það niður og það var bara enga stund gert. Við vorum svo komin heim um hálftvö-tvö leytið aðfararnótt sunnudags. Já það var barasta alveg ágætt að vakna heima á sunnudag og taka þvílíkan letidag. Annars mæli ég eindregið með Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn - virkilega flott svæði!

Næstu helgi er svo menningarnótt og ætla ég að taka þátt í henni meira en nokkurntíma áður. Ég ætla að byrja á því að hlaupa 10km í maraþoninu og kl. 14 ætla ég í JCI húsið í Hellusundi 3 og sýna brjóstsykursgerð frá 14-16. Eftir það mun ég svo líklega hjálpa til við veitingasölu o.þ.h. í JCI húsinu. Um kvöldið er svo búið að bjóða okkur í afmæli sem ég mæti líklegast í og er svo planið að enda kvöldið á flugeldasýningunni. Þetta verður alveg frábær dagur - hlakka til :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband