Vel heppnuð menningarnótt

Að minnsta kosti fyrir mitt leyti. Ég byrjaði daginn á að skokka 10 km í Glitnis maraþoninu og hljóp þetta á betri tíma en ég átti von á. Endaði á 1:19:04 (1:16:56). Held að tíminn í sviganum sé flögutíminn sem er réttari tími... Ætla að halda mig við þann tíma :-P. Hvílík tilfinning að hlaupa í svona hlaupi. Þetta er eitthvað sem ég geri alveg pottþétt aftur! Ekkert smá gaman þegar íbúar sem búa á leiðinni sem var farin voru í dyragættinni heima hjá sér að berja á trumbur og flauta í flautur og öskra og hvetja okkur áfram. Og á mörgum stöðum á leiðinni voru hópar af fólki að hvetja fólk áfram. Mjög gaman. Og hvílíki sæluhrollurinn sem fór um mig þegar ég sá Lækjargötuna aftur. Þegar ég beygði inn á Lækjargötuna til að taka síðasta sprettinn þá fékk ég þvílíka gæsahúð og sælutilfinning fór um mig alla og þá fékk ég smá bensín til að taka síðasta sprettinn á "ógnarhraða" :-)

Bara æðislegt.

Eftir hlaupið dreif ég mig heim til að taka mig til fyrir brjóstsykursgerðarsýninguna fyrir nammiland.is, í JCI húsinu. Sýningin heppnaðist alveg rosalega vel og viðtökurnar voru framan vonum. Það var gjörsamlega stappað út úr dyrum og færri komust að en vildu! Með dyggri aðstoð Hönnu gerðum við fimm tegundir af brjóstsykri, ég byrjaði á að gera kóngabrjóstsykur, svo gerðum við karamellubrjóstsykur, næst Bismark (hvítur og rauður með piparmyntu), þar á eftir lakkrísbrjóstsykur og að lokum gerðum við "Menningarnótt", dimmbláan jarðaberjabrjóstsykur.

Um kvöldið fórum við Tryggvi út að borða með vinum okkar í tilefni afmælis hans Sigga. Við fórum á mjög flottan stað, Panorama sem er uppi á 8. hæð í gömlu fiskistofunni - hótelinu sem er nýbúið að opna á móti Seðlabankanum. Rosalega flottur staður og VÁ hvað maturinn var góður. Það er sjaldan sem ég hef smakkað svona gott nautakjöt. Það gjörsamlega bráðnaði uppi í mér! Svo skemmdi sko ekki fyrir að fara út á svalir kl. 23 og horfa á geggjaða flugeldasýningu. Hvílíkur endir á sýningunni - ekkert smá flott. Ég er pottþétt til í að gera þetta aftur á næsta ári, fara þarna út að borða og vippa mér bara út á svalir til að horfa á flugeldasýninguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh þetta hefur ekki verið neitt smá frábær dagur hjá þér, glæsilegt með hlaupið, algjör gella!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband