Workout mania

Jæja, nú er ég loksins farin að hreyfa á mér rassinn aftur eftir nokkurt hlé. Nei nei ég hef svosem ekki legið alveg flöt í sófanum allan tímann, búin að fara í tvær fjallgöngur, fór jú í súludansinn sem ég hef mætt illa í og hef hlaupið nokkrum sinnum. En ég hef ekki gert neitt reglulega. En nú er komin breyting þar á.

Ég fann síðu á netinu sem heitir Gyminee og hún er vægast sagt algjör snilld. Það er hægt að skrá sig frítt þarna inn og samt fær maður geðveikt mikið fyrir það. Svo er að sjálfsögðu hægt að kaupa sér aðgang og þá fær maður ennþá meira af flottum hlutum. En það sem maður fær í fría "accountinum" er samt alveg ótrúlega mikið. Þarna getur maður sett inn upplýsingar um sjálfan sig, þyngd, hæð, og allt svoleiðis og maður fær súlurit þar sem maður getur fylgst með árangrinum. Það er hægt að setja inn allt sem maður borðar yfir daginn (hægt að vista inn upplýsingar sjálfur - setti t.d. inn Skyr.is) og maður sér myndrænt hvort maður sé að borða rétt. Það er hægt að setja inn þann kaloríufjölda sem maður ætlar/á að borða yfir daginn, bæði hægt að stilla það sjálfur og hægt að setja inn takmarkið sitt og þá er allt reiknað út fyrir mann - og ef maður er ekki að borða rétt þá er manni sagt það. Svo eru hægt að setja inn æfingar sem maður hefur stundað yfir daginn og þá er hægt að fylgjast með hversu duglegur maður er. Þarna eru meira að segja alls konar æfingaáætlanir sem hægt er að fylgja. T.d. er ég núna komin í æfingaprógrammið "Killer abs" sem samanstendur af 2xfjórum æfingum. Þ.e. fjórar mismunandi æfingar fyrir efri magavöðva, og svo fjórar mismunandi æfingar fyrir neðri magavöðva. Þegar maður er svo búinn að gera æfingarnar er hægt að setja inn hversu mikið maður gerði. Og svo getur maður bætt við ef maður gerði eitthvað extra, eins og í dag hljóp ég 3.3 km á 25 mín.

Mæli eindregið með þessari síðu, Gyminee.com, fyrir þá sem vilja fylgjast með árangrinum sínum á góðan hátt og setja á sig áskoranir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband