Tonn af nammi

Ég fór allt í einu að velta því fyrir mér áðan hvað ég hef gert mikið af brjóstsykri. Kannski ekki tonn, en mikið samt. Ég get nú ekki sagt það með neinni vissu en ef ég ætti að giska þá gæti ég haldið að það væri í kringum 100-150 kg af brjóstsykri. Það er nú ekkert smáræði. Á hverju námskeiði eru gerð um 2 kg af brjóstsykri og þess fyrir utan hef ég gert eitthvað fyrir sjálfa mig. Á menningarnótt var ég með sýningu og þá gerði ég um 2,5 kg. Og ég hef líka prófað ýmislegt, bæði hefðbundið og óhefðbundið.. en samt svo ofboðslega margt til viðbótar sem ég á eftir að prófa :-) Ég hlakka svo mikið til að gera brjóstsykur fyrir jólin :-)

 

rond_small

 

P.s. Bara 28 dagar til jóla ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er stórhættulegt að lesa þetta sæta blogg!

Júlía (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband