Letinni lokið

Jæja þá er letinni lokið og vinnan tekin við á ný. Þvílíkur lúxus sem þetta var á stelpunni þessi jólin. Ég tók mér bara frí alveg milli jóla og nýárs og var að koma aftur til vinnu í dag. Ég held ég hafi sjaldan slappað eins mikið af og gert jafn lítið.

En árið 2008 er nú liðið og fyrir mér var það bara nokkuð gott ár. Meðal þess sem gerðist á árinu var að:

-allnokkur börn fæddust og reið Sunna á vaðið með strák í janúar og fast á eftir kom Vala með stelpu (daginn eftir). Í febrúar kom Páley með strák, í mars kom Freyja með stelpu og í maí kom 10. systkinabarnið mitt í heiminn, Friðgeir Hermannsson. Hmmm..strákur, stelpa, strákur, stelpa, strákur... og svo var Hrönn samstarfskona mín með stelpu í ágúst. Eitthvað munstur?

-Ég var aðstoðarmaður á Dale Carnegie námskeiði og lærði mikið á því og kynntist mörgum góðum konum.

-Ég gekk í JCI þar sem ég hef lært heilan helling og kynnst mörgu fólki, vann Mælskukeppni einstaklinga, var veislustjóri í desember, tók þátt í verkefnum, sótti námskeið, fundi og samkomur og skemmti mér hellings vel.

-Fór soldið til útlanda, fyrst í árshátíðarferð til Amsterdam (algjör snilld), svo á evrópuþing JCI í Finnlandi þar sem ég keppti fyrir Íslands hönd í ræðumennsku (dómaraskandall) og skemmti mér hrikalega vel, og að lokum á landsþing JCI í Danmörku og skemmti mér aftur hrikalega vel.

-Teris tók yfir Mentis og ég fluttist því úr Borgartúni yfir í Hlíðasmára

-Mamma varð sextug, amma varð áttræð, Lára frænka gifti sig, tengdó var fimmtug og Gunnar Þór fermdist

-Ég byrjaði að kenna brjóstsykursgerð og Nammiland.is opnaði formlega. Það var brjálað að gera fyrir jól :-)

-Ég hljóp 10km í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis. Meira en ég hef nokkurntíma hlaupið á ævinni.

-Átti virkilega góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Takk fyrir árið, hlakka til að takast á við þetta sem var að byrja :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar aldeilis vel. Vonandi verður þetta ár ekki síðra. Eruð þið búin að finna bíl, við erum búin að kaupa okkur kreppubíl ;)

Júlía (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband