Sparkar og sparkar

Ég er áskrifandi að mjög skemmtilegu "fréttabréfi" sem ég fæ einu sinni í viku og segir mér hvernig ástandið er inni í mallanum þá vikuna. Á mánudaginn var ég gengin 21 viku og það var mjög gaman að lesa "Twenty-one is a magic number. It means independence. It means you just won a hand of blackjack. In pregnancy terms, it means you have gotten over the hump and you only have 19 weeks left!"

Vei ég er meira en hálfnuð (svo lengi sem ég gangi ekki framyfir hehe) :)

Í þessum pósti fæ ég líka að vita hvað barnið er ca. stórt og er alltaf miðað við eitthvað sem maður ætti að þekkja (þetta er samt erlendur póstur svo sumt þekkir maður ekki 100%). Þessa vikuna er barnið eins og flaska af rótarbjór. Í síðustu viku var það dós af red bull og þar áður 6 tommu subway :) Stella er komin 16 vikur og hennar er jafnstórt og maskari.

Meðgangan gengur mjög vel, við fórum í sónar í síðustu viku og fengum þrjár nýjar myndir. Voru nánast vandræði að fá góðar myndir því barnið er alltaf á fleygiferð og lætur sko alveg vita að það sé þarna. Tryggvi fann fyrsta sparkið núna um helgina og það var ansi kröftugt :)

Næsta skoðun er ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar en þá förum við í foreldrafræðslu auk þessa reglubundna. Núna er ég líka komin með milljón spurningar handa ljósmóðurinni :)

Barnateppið er alveg að verða búið, ég á bara eina röð eftir og svo ætla ég að byrja á næsta verkefni, peysu. Fyrsta peysan mín! Ég fór á bókasafnið um síðustu helgi og fann þessa fínu bók á ensku með leiðbeiningum um hvernig ætti að prjóna - fitja upp, bæta í o.þ.h. Svo æfði ég mig og gerði mini mini version af bakinu á peysunni til að æfa mig í að lesa uppskriftina. Gekk bara mjög fínt - pínu brösulega fyrst en gekk fyrir rest. Þannig að um páskana mun ég byrja á nýju prjónaverkefni :) Spennó spennó :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Lauga

Til hamingju með bumbubúann.  Gangi þér vel í prjónaskapnum.

 kveðja

Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:22

2 identicon

Já ég vildi að ég væri eitthvað að prjóna.. held bara að ég hafi ekki þolinmæði í að byrja ein.. kannski ég fái Kötu vinkonu til að kenna mér.. hún vinnur jú við það að kenna fólki að prjóna :)

Stella (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:30

3 identicon

Uss hvað þú ert dugleg. Ég hef einmitt verið að spá í hvort ég ætti að gera eitthvað svona fínt, en ég held að krílið (sem var by the way á stærð við sítrónu síðast þegar ég vissi) væri ekkert heppið að fá eitthvað sem ég hef prjónað. Ekki mín sterkasta hlið.

Ósk (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 18:24

4 identicon

Ohh þú ert svoooo dugleg :) Vildi að ég fengi smá af þessum dugnaði.  Gott að allt lítur vel út hjá búa litla.

Knús, Aldís.

Aldís (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband