Óléttuhormónar

Ég hef heyrt margar hormónasögur af óléttum konum. Grátur og gnístan tanna - brjálæðisköst og ýmislegt fleira, og að það sé líka mjög auðvelt að græta óléttar konur.

Tjah.. Tryggvi hefur nú bara einu sinni grætt mig á þessu óléttutímabili og þurfti ekki meira til en að hann var eilítið morgunfúll þegar ég var að reyna að vekja hann. Við erum bæði morgunfúl að staðaldri en ég tók því ekki vel í þetta skiptið. Ég var ferlega fúl á meðan þessu stóð en hlæ bara að þessu núna :-)

Ég hef lítið sem ekkert grenjað af völdum þessarar óléttu en það sem virðist gerast hjá mér í staðinn er að ég fæ þessi svakalegu og nánast óstöðvandi hláturköst :) Ekki slæmt það. Manni líður líka betur eftir hlátur en grátur, þó það geti stundum verið pínu erfitt að geta ekki hætt að hlæja :P En ekki ætla ég að kvarta :)

Hláturinn lengir lífið :-D

laugh_out_loud_baby203_203x152

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband