Dótadagur í vinnunni

Tölvunörd

Jáh nú er sko gaman. Um daginn komu fullt af nýjum tölvum og í dag komu fullt af nýjum skjáum. Það er verið að vinna í því að setja tölvurnar upp svo ég bíð róleg þar til ég fæ þá nýju (samt varla að ég geti beðið þar sem vélin sem ég er með núna er alveg að gefa upp öndina). En ég gat ekki beðið eftir að prófa að tengja nýja 24" widescreen skjáinn svo hann er kominn upp núna, tengdur við gömlu vélina. Hinn skjárinn fær því smá pásu þar til nýja tölvan er komin upp. Og þá verð ég komin með tvo stóra og fína skjái :) Bara gaman.

 


Söngvamyndir

Að mínu mati ekki gerðar jafn góðar söngvamyndir í dag og í gamla daga. Eða það eru ekki jafn margar góðar söngvamyndir. Auðvitað voru til leiðinlegar söngvamyndir á tímum Sound of Music eða Annie en í dag eru þær örfáar sem ég get flokkað undir góðar.

Ef ég tek nokkur dæmi um gamlar þá voru Sound of Music, Annie og svo mynd um blaðberastráka sem ég man ekki hvað heitir mjög góðar.
Nútímasöngmyndir eins og Chicago, Moulin Rouge, Evita o.fl fannst mér alveg hundleiðinlegar (annaðhvort leiðinlegur söguþráður, leiðinlegur söngur eða of mikið verið að reyna að færa yfir á nútímann - nútímadans/söngur höfðar ekki til mín).

Hins vegar get ég sagt að það hafi verið unninn sigur með Rakaranum í Flotastræti (Sweeney Todd). Mér fannst hún alveg frábær, það var ekki verið að taka hana of mikið inn í nútímann, hvorki með leikmuni eða söngnum. Kannski hef ég litast af því að Tim Burton leikstýrði og mér finnst Johnny Depp æðislegur, og svo af því að ég sá þetta leikrit uppsett af nemendum í Flensborg (sem var alveg frábærlega vel gert).

Já, væri gaman að fá fleiri svona góðar söngvamyndir.

En ég tala bara fyrir sjálfa mig, þið getið vel haft ykkar skoðanir á þessu :)


Hahahahah

Mér finnst þetta bara fyndið. Einhver gaur á kassanum sem veit ekkert í sinn haus um heimsmálin. Að hann hafi ekki fattað að þetta væri bara ósköp venjuleg kona með slæðu fyrir andlitinu vegna trúar sinnar. Allavega gott að hann fær þjálfun í þessu núna - þá lendir hann vonandi ekki aftur í þessu.
mbl.is Forsvarsmenn Wal-Mart biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarn dagsins

cutoutage60Elskuleg móðir mín á afmæli í dag, sextugsafmæli. Er hún úti á Spáni að halda upp á það í góðum félagsskap og ágætis veðri og njóta lífsins.

Til hamingju með afmælið mamma :)

 


Þakkarbréf

Ég fékk alveg afskaplega skemmtilegt bréf í gær. Það var þakkarbréf fyrir matarboð sem við Tryggvi héldum fyrir viðkomandi nú í byrjun árs. Og ekki nóg með að þetta væri svona skemmtilegt þakkarbréf þá var það skrifað með svo fallegri rithönd, annað eins hef ég bara aldrei séð áður. Fyrst þegar ég sá bréfið hélt ég að þetta væri boðskort í brúðkaup eða barasta einhver auglýsing og prentað út úr tölvu en svo þegar ég kíkti á það trúði ég varla mínum eigin augum. Þetta var handskrifað. Svona flúrað og fallegt letur hef ég barasta aldrei séð og hvað þá í heilu bréfi. Maður hefur oft séð einhverja skrautskrift í haus á gestabók eða álíka en aldrei svona fallega.
Okkur Tryggva þótti afskaplega gaman að fá svona kort og viljum hér með þakka kærlega fyrir það.

Af hverju þennan félagslega þrýsting?

Alveg finnst mér það mest dónalegasta spurningin á ættarmótum eða fjölskylduboðum þegar fólk spyr "Á ekkert að fara að koma með barn? ", "Hvenær kemur svo barnið" o.s.frv.

Ef mig langar ekki að eignast barn þá geri ég það ekki. Hvort sem þú spyrð mig eða ekki og hversu oft sem þú spyrð mig. Eina sem kemur út úr þessu spurningaflóði er pirringur. Og ef ég get ekki eignast barn en langar það þá verð ég niðurdregin við þessar spurningar. Kannski er ég búin að reyna lengi og þá kemur ekkert nema leiði eða sorg út úr þessu spurningaflóði.
Það kemur engum öðrum við nema mér (og makanum auðvitað) hvort það séu einhver börn á leiðinni, núna, seinna eða aldrei.

Leyfið grey konunni að vera 41 árs í náttfatapartýum með vinum sínum í friði.


mbl.is Þrýst á Jackson að fjölga mannkyninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarn dagsins

Er hann Tryggvi minn, 32 ára gamall. Hann fattaði það í gær hvað hann er orðinn gamall þegar hann var að hlusta á FM 957 (sem hann gerir nú vanalega ekki!) og þar var einhver útvarpsgetraun - lagið Karma police spilað og fólk átti bara að giska á lagið.... mjög auðvelt fyrir okkur EN ENGINN GAT ÞAÐ! Kommon - tímalaus klassík! Jú, 10 ára gamalt lag en samt. Jæja - svosem ekki fmhnakkalag heldur.
Ég get því miður ekki eytt deginum með kallinum þar sem ég fer beint eftir vinnu á Dale Carnegie námskeið og þar verð ég alveg fram eftir kvöldi. En hann fékk afmælisgjöfina sína frá mér á sunnudaginn, fína svarta leðurhliðartösku (mans bag) sem kemur sér vel í vinnunni undir öll gögnin sem hann þarf að hafa með sér út um allt. Og tölvan passar svona fínt í hana líka þó þetta sé ekki tölvutaska. 

Til hamingju með afmælið elskan HeartKissing


Gott hjá kallinum

Já, þetta finnst mér mjög gott hjá honum, að taka af skarið og hvetja aðra til að standa með sér í þessu. Aldrei að vita nema maður mæti á tónleikana.. Nú er bara spurning hverjir taka áskoruninni og spila á tónleikunum með honum. Verður spennandi að sjá, þetta gætu orðið flottir tónleikar ef vel tekst til.
mbl.is Bubbi gegn rasisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins fæ ég að sjá Jóa Fel svitna

Þar sem ég er ekki með kort í Laugum (af því að ég tími ekki að styrkja þessa stöð) þá hef ég ekki getað farið á morgnana til að horfa á Jóa Fel hnykla vöðvana og svitna.. en nú fæ ég tækifærið, mæti bara í turninn og horfi á hann hlaupa..


mbl.is Keppa í turnahlaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsasmiðjuferðin til einskis

Kona sem ég þekki fór sérferð í Húsasmiðijuna í gær í leit að vasaljósi handa dóttur sinni til að nota í þessari göngu. Dóttirin bað um bleikt vasaljós en svoleiðis fékkst ekki í húsasmiðjunni, bara steingrá og gul verkamannavasaljós, þrátt fyrir dauðaleit að einhverju aðeins stelpulegra. Verkamannavasaljós þurfti að duga.

Hvar fær maður annars bleikt vasaljós?

Önnur kona sem ég þekki var úti í London um daginn í einni af stærstu leikfangaverslunum heims og spurði hvort til væri það sem dóttir hennar óskaði sér helst úr búðinni. Nei, því miður áttu þeir ekki bleikt verkfærasett (eða vinnusett eins og stúlkan kallaði það, því pabbi hennar er jú smiður. Hana langaði til að "smíða" með pabba sínum með fínu bleiku setti). Bara svört og appelsínugul og gul og grá. Engin bleik.

Spurning um að fara að framleiða svona bleikt "strákadót" - ætli maður myndi græða mikið á því? Hvað ætli það séu margar stelpur þarna úti sem vilja bleikt "strákadót"? Örugglega nokkrar.


mbl.is Ljósaskrúðganga leikskólabarna fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband