27.3.2008 | 09:19
Minn flótti heppnaðist...
Ég man ekki nákvæmlega hvað ég var gömul, líklega fjögurra eða fimm þegar ég og önnur stúlka ákváðum að fara í smá bæjarferð. Við grófum okkur undir girðinguna sem var nú ekkert mjög erfitt á þessum tíma og röltum svo af stað. Stefnan var tekin niður í bæ en á leiðinni þangað komum við að húsi þar sem var opin hurð og fullt af blöðrum. Hmm... barnaafmæli. Við kíktum þangað inn, líklega í von um að fá að leika og fá kökur. Jú þar var fullt af börnum en ekki löngu seinna komu mæður okkar, leikskólakennarar og fullt af krökkum af leikskólanum þangað, eftir að hafa leitað að okkur í einhvern tíma. Mér fannst eins og hálfur bærinn væri kominn og skamma okkur og mér leið svo illa að mér datt ekki einu sinni í hug að reyna þetta aftur.
Þannig endaði minn flótti :)
![]() |
Flótti úr leikskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 13:02
Páskar
Nóg að gera
Partý í kvöld, fermingarveisla á morgun, brunch og brjóstsykursgerð og afmælisveisla á föstudaginn, páskaeggjaleit á laugardaginn og afslöppun. Já maður verður að taka frá tíma fyrir afslöppun af og til þegar er svona mikið að gera. Við Tryggvi ætlum að taka rólegt og rómantískt annaðhvort á laugardags eða sunnudagskvöld - bara við tvö, góður matur, gott rauðvín, gott súkkulaði og góð tónlist. Uppskrift að æðislegu kvöldi.
Annars segi ég bara gleðilega páska og hafið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 10:42
Gott að hafa góðan stuðningsfulltrúa
Já.. ég mætti ekki í sund í gærmorgun. Og ég mætti ekki í sund í morgun. Og þá fékk ég sms: "Sko - þetta gengur nú ekki!"
Þetta var semsagt móðir mín að skamma mig fyrir að mæta ekki. Ég mæti á morgun. Vil ekki fá fleiri skammir
Annars ætlum við Tryggvi að kaupa okkur hlaupabretti á eftir, þá getum við farið að hlaupa heima og það er ekkert sem getur stoppað okkur og engar afsakanir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2008 | 10:34
Það sem ég hef aldrei skilið...
Nú langar mig aðeins að tala um lífrænt ræktað og hollustuvörur almennt og beini orðum mínum til verslunareigenda (þ.e. fara aðeins út fyrir efni fréttarinnar sem slíkrar - en þetta hjálpast allt að að lokum).
Hollustuvörur eru dýrar. Það vita það allir og þannig hefur það verið lengi. Margir kaupa aldrei lífrænt ræktað eða hollara brauðið einfaldlega vegna þess að það er svo dýrt. Fyrir rúmu ári síðan átti ég góðar samræður við mann frá Danmörku. Þar byrjaði lífrænt ræktaði markaðurinn og hollustumarkaðurinn aðeins fyrr en hér á landi, en byrjaði þó eins og hér, mjög dýr! En með tímanum þegar fleiri fóru að kaupa vörurnar lækkuðu þær í verði. Eru núna bara smá dýrar en ekki rándýrar og fleiri hafa efni á að kaupa þær. Þetta er allavega það sem hann sagði við mig, ég hef ekki lagst í neina rannsóknarvinnu við að staðfesta orð hans, en ég treysti honum alveg (maður sem tók strætó í vinnuna því það var hagkvæmara heldur en að keyra fjallajeppann sinn, sem hann notaði bara um helgar í fjallaferðum - skilningsrík kona sem hann á).
Enníveis. Það sem ég fékk út úr þessum samræðum var að ef fleiri kaupa þessar vörur þá lækka þær smám saman. Verða auðvitað aldrei nokkurntíma jafn ódýrar og pakkamatur eða "vonda" brauðið en samt ódýrari og fleiri geta farið að kaupa þær.
En það sem ég skil ekki er þetta: Þegar ég fer út í búð, þá er ég með innkaupalista sem ég fer eftir. Ef ég sé kartöflur á listanum fer ég í rekkann þar sem kartöflurnar eru. Ef ég sé djús á listanum fer ég í rekkann þar sem djúsinn er. Ég semsagt fer þangað sem vörurnar eru, horfi á vöruúrvalið fyrir framan mig og vel það sem ég tel hagkvæmast/best að kaupa (hagkvæmasta er ekki endilega alltaf það besta - það skiptir máli hvaða klósettpappír er keyptur og hvaða kavíar verður fyrir valinu).
En bíddu nú við. Hvar eru hollustuvörurnar? Er hollustusafinn hjá öllum hinum söfunum? Er sykurlausa súkkulaðið hjá öllu sælgætinu? Nei. Allar hollustuvörurnar eru saman á ganginum þar sem hollustuvörurnar eru geymdar. Hvernig á ég þá að muna eftir því? Ég er bara svona venjuleg kona sem er jú aðeins að passa línurnar en er ekkert endilega að hugsa um að kaupa allt það hollasta, ég skoða bara úrvalið af því sem er í hillunum fyrir framan mig og kaupi það sem mér líst best á. Ef hollustuvaran er ekki meðal þeirra vara sem eru fyrir framan mig þau kaupi ég hana ekki. Punktur. Ég nenni ekkert að fara fyrst í hollustuganginn og týna saman af listanum það sem er þar. Af hverju ekki? Kannski hefði ég frekar viljað kaupa einhvern annan djús heldur en hollustudjúsinn - og þá þarf ég að fara á tvo staði. Fyrst á hollustuganginn og svo þar sem restin af djúsnum er og ákveða hvort ég vilji halda mig við hollustudjúsinn sem er í körfunni hjá mér eða skipta fyrir eitthvað annað sem er í hillunum. Og ef ég ákveð að mig langi meira í Brazza heldur en hollustudjús þá þarf ég að gera starfsfólki búðarinnar óleik með því að skilja hollustudjúsinn eftir í hillunni með hinum djúsnum því ekki nenni ég nú aftur að fara í hollustuganginn til að skila flöskunni.
Ég segi því, kæru verslunareigendur, farið nú að blanda saman hollustuvörunum við allar hinar vörurnar og gerið mér og fleirum þetta aðeins auðveldara fyrir. Það er hægt að merkja hillurnar með "lífrænt ræktað" eða "lífsval" eða eitthvað álíka - eitthvað sem gæfi til kynna að það sé nú hollara að kaupa þetta heldur en hitt. En endilega, hafið hollu vörurnar á sama stað og hinar.
![]() |
Lífræn ræktun skynsamleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 13:08
Óvissuferð
Fór í óvissuferð með vinnunni á um helgina. Vissum að sjálfsögðu ekkert hvert við vorum að fara (annars hefði þetta nú ekki verið óvissuferð). Heyrðum þegar við vorum nýfarin af stað að það yrði komið við á Selfossi á leiðinni. Ok, við fórum s.s. lengra en Selfoss. Svo keyrðum við í gegnum Selfoss í átt að Flúðum og beygðum inn afleggjarann að Flúðum. En keyrðum ekki að Flúðum. Hmmm... Vorum svo komin inn í Þjórsárdal og beygðum upp að Hólaskógum tvö. Rútan komst að vísu ekki alla leið upp í skálann í Hólaskógi vegna færðar (fór eins langt og hún gat) og vorum við og farangurinn þá sótt af mönnum á tveimur jeppum.
Þegar við komum að skálanum sáum við röð af fjórhjólum og þá varð mannskapurinn heldur betur spenntur.
Eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir í skálnum og slaka aðeins á var farið í að galla okkur upp, fengum allt, risa moonboots, hjálma, hettur, hanska og gallann sjálfan. Svo var lagt af stað. Ég og Hrönn vorum saman á hjóli og byrjaði hún á að keyra (ég þurfti aðeins að mana mig upp í að þora að keyra sjálf - en það hafðist eftir smá tíma).
Þetta var algjör snilld. Það var farið upp holt og hæðir, yfir ár og vötn og fest sig og brunað áfram. Og við stoppuðum á nokkrum stöðum, m.a. við Háafoss, Gjána, Hjálparfoss, Stöng, Búrfellsvirkjun og stífluna. Já, farið víða enda var þetta um fimm tíma ferð. Baaaara geðveikt og allir þvílíkt ánægðir.
Þegar heim var komið var byrjað að elda matinn sem tók slatta tíma (læri) og byrjaði fólk að taka hresslega á því strax (í víni).. á meðan maturinn var á grillinu fengum við að horfa á vídjóið sem leiðsögumennirnir tóku upp á leiðinni. Ekki leiðinlegt það. Svo var tekið hraustlega til matar síns og mikil skemmtun um kvöldið, farið í sauna og í koníaksstofuna (sem er í litlum kofa rétt hjá skálanum).
En já, hraustlega var tekið á áfenginu, fimm stórar flöskur af opal kláraðar (held þær hafi verið langt komnar fyrir mat), allur bjórinn og svo eitthvað af stroh. Púrtvínið var þó ekki klárað.
Á sunnudaginn var fólk vaknað ótrúlega snemma (fyrir níu) og byrjað að pakka og taka til (sem ég reyndar hjálpaði ekki til með þar sem ég var eiginlega ekki í ástandi til þess) og við vorum svo lögð af stað í bæinn fyrir kl. 11. Sem mér finnst svakalegt afrek.
En eins og Albert sagði í tölvupósti áðan "Heilsan hefði mátt vera betri í gær, en laugardagurinn og fjórhjólaferðin vógu það upp og rúmlega það".
Mæli þokkalega með að fara í svona fjórhjólaferð hjá strákunum í Óbyggðaferðum (obyggdaferdir.is)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 12:12
Gæludýr fyrir fólk með ofnæmi?
Kannski er þetta virkilega góð lausn fyrir fólk sem er með ofnæmi en langar í kelið gæludýr. Ég er alveg rosalega heppin að vera ekki með ofnæmi fyrir henni She-ru minni (dísarfugl) en fyrri eigandi hennar þurfti að láta hana frá sér vegna ofmæmis bróður síns. Ég gæti aldrei fengið mér hund eða kött vegna ofnæmis og finnst mér það frekar leiðinlegt. En ég myndi nú aldrei vilja skipta elskulegum fuglinum mínum út fyrir neitt annað dýr, hún er bara æði, vill láta klóra sér og kúra hjá manni. Bara sætust.
En þessi risaeðla er algjör snilld, að mínu mati stórt skref.
![]() |
Vinaleg risaeðla vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 09:27
Hafnarfjarðarbær tæknivæddur
Ég veit ekki hversu mörg bæjarfélög bjóða upp á svona þjónustu. Ég ætlaði að fara að hringja í Hafnarfjarðarbæ (eins og maður geti talað við bæjinn sjálfan.. ok starfsmann Hafnarfjarðarbæjar) og spyrja út í nýju sundlaugina á völlunum, hvaða líkamsræktarstöð opnaði á svæðinu og hvenær væri áætlað að það yrði.
Ég fór því á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og sjá þá eitthvað sem ég ákvað að prófa. Vefspjall við þjónustufulltrúa. Það var reyndar lokað fyrst þegar ég fór á síðuna (opnar 9:15) svo ég fór á fund og prófaði þetta svo. Opnaði svo spjallið, fékk samband við þjónustufulltrúa, spurði hana og fékk svar. Allt þetta á innan við fimm mínútum. Líklega hefði símtalið tekið jafnlangan tíma en mig langaði bara að prófa þetta. Þægilegt :) Með þessu segi ég að Hafnarfjarðarbær sé tæknivæddur.
Hinsvegar klikkar Hafnarfjarðarbær á því að láta laga það að maður verði að setja www fyrir framan hafnarfjordur.is. Ég þoli ekki að þurfa að slá alltaf www. inn fyrst, en það gerist á nokkrum síðum. Óþarfa innsláttur að mínu mati.
En húrra fyrir Hafnarfirði að bjóða upp á þessa þjónustu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 14:37
Nördaráðstefna
Fór á Microsoft ráðstefnu í gær (Heroes happen here í Smáralindinni) þar sem verið var að kynna nýjustu afurðir þeirra, Visual Studio 2008, Microsoft Server 2008 og Sql Server 2008. Ég fór að sjálfsögðu á developer fyrirlestrana (sem fjölluðu um Visual studio). Ég er byrjuð að vinna með tólið og líkar það bara mjög vel. Finnst það þægilegt og margir mjög flottir fítusar.
Fyrirlesararnir voru jafn misjafnir og þeir voru margir. Sumir mættu æfa sig í smá ræðutækni eða læra hvernig maður heldur kynningu/fyrirlestur. En svo voru tveir þarna sem mér fannst virkilega góðir.
Þetta voru mjög áhugaverðir fyrirlestrar, þeir sem ég sá og maður tók ekkert eftir því hvað tímanum leið.
Því miður missti ég af síðasta fyrirlestrinum, lokaorðunu, puttamatnum, bjórnum og bíósýningunni þar sem ég þurfti að fara um hálffimm. En ég náði þó mestu af því góða sem var talað um :)
En já, visual studio 2008 með frameworki 3.5 er alveg að rokka hjá mér, sérstaklega með nýju hraðvirku vélinni minni þar sem það tekur bara nanósekúndur að compila :)
26.2.2008 | 09:32
Hvers vegna baðst hann ekki afsökunar?
Ég sá úrslit laugardagslaganna í endursýningu á sunnudaginn og heyrði þá þessi orð Friðriks Ómars. Við Tryggvi settum bæði upp svip, hvers vegna í ósköpunum sagði hann þetta?
Ég horfði svo á kastljósið í gær þar sem Friðrik og Gilzenegger mættu báðir til þess að ræða þetta mál.
Þetta er það sem ég sá út úr þessu og hef um málið að segja:
Friðrik byrjaði á því að þakka þjóðinni fyrir, sem mér fannt mjög fínt. Svo fer hann að útskýra að það hafi verið að hrópa og kalla ljótum orðum í hans garð og að fjölskyldu hans. Já ok, allt í lagi að fá smá útskýringu. Svo segir hann að tilfinningar hans hafi orðið til þess að hann ákveður að segja þetta. Já ég skil það svosem. Og hann segir að þetta hafi aldrei verið beint að þjóðinni eða þeirra sem kusu Mercedes club heldur til þeirra sem voru með þessi ljótu orð í hans garð.
Það sem hinsvegar vantaði í það sem Friðrik hafði að segja var afsökunarbeiðni. Hann var með eilífar afsakanir en hvergi baðst hann afsökunar. Það er mikill munur þar á. Þarna sýndi hann mér bara að hann væri á sama plani og þeir sem höfðu verið með þessi dónalegu orð. Hefði hann hinsvegar beðið þjóðina afsökunar á því að hann skyldi hafa misst út úr sér þessi orð á tilfinningaþrunginni stund þá hefði ég litið upp til hans. Þessar afsakanir sem hann var með gerðu ekkert fyrir mig.
Hvað Gilzenegger varðar þá er hann bara þessi gaur. Mér fannst samt lélegt af honum að segja ekki eitthvað í þessa átt: "Mér þykir miður ef einhverjir af stuðningsmönnum okkar hafi verið með dónaleg orð í þinn garð og þinnar fjölskyldu. Ég vil þó koma því á framfæri að þetta fólk var ekki á okkar vegum og við vissum ekki af þessu" (já nema hann myndi ekki tala svona háfleygt ). En í staðinn var hann svolítið dónalegur og véfengdi orð Friðriks og sagði að hann hafi ekki heyrt neitt og að enginn sem hann þekkti í salnum hafi heyrt neitt og skildi því ekkert í þessu. Því fannst mér nokkuð gott þegar starfsmaður Kastljóssins sagði að starfsfólk Rúv hafi heyrt eitthvað af þessu, og staðfesti með því orð Friðriks. En þessi hegðun Gilzenegger var eitthvað sem maður bjóst við, því hann er gaur og gerir út á það að vera gaur.
Friðrik Ómar á hins vegar að mínu mati að vera á hærra plani heldur en Gilzenegger hvað varðar háttvísi og hegðun. En hann virðist þurfa að læra hana. Kannski maður þyrfti að senda hann á námskeið til Tryggva áður en hann fer út fyrir Íslands hönd :)
En ég vil enda á því að segja Til hamingju með glæsilegan sigur Euroband :)
![]() |
Yfirburðasigur Eurobandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2008 | 17:39
Virkilega góð helgi að baki
Já, helgin byrjaði sannarlega vel, dótadagur í vinnunni sem fagnað var með því að fá sér smá Páskabjór í lok vinnudags. Ekki slæmt það. Mæli með páskabjórnum, hann er mjög fínn.
Laugardagurinn var mjög fínn líka og endaði hann sérstaklega vel. Ég hafði boðið mömmu út að borða og lét hana halda að það væri bara með mér og Tryggva en svo kom í ljós að á veitingastaðnum vorum við systkinin, systkini hennar, amma og konan hans afa. Óvæntur glaðningur fyrir hana sem hún var virkilega ánægð með. Kvöldið endaði svo heima hjá henni þar sem gleðskapurinn hélt áfram í smá tíma.
Já og daginn áður hafði mamma hringt í alla til að bjóða í kaffi heim til sín á sunnudeginum - sem betur fer missti enginn út úr sér að þau væru að fara að hitta hana á laugardagskvöldinu :) Þannig að allir hittust aftur á sunnudaginn heima hjá mömmu og fengu sér köku saman :)
Að öðru skemmtilegu þá eignaðist Páley strák á laugardagsmorgun, hann lét loksins sjá sig eftir smá bið. Vil því enda þessa færslu á að óska henni, Hlyni og Kristjönu litlu innilega til hamingju, ég hlakka til að hitta þau einhverntíma fljótlega á Grundó :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)