Færsluflokkur: Bloggar
8.2.2008 | 11:25
Húsasmiðjuferðin til einskis
Kona sem ég þekki fór sérferð í Húsasmiðijuna í gær í leit að vasaljósi handa dóttur sinni til að nota í þessari göngu. Dóttirin bað um bleikt vasaljós en svoleiðis fékkst ekki í húsasmiðjunni, bara steingrá og gul verkamannavasaljós, þrátt fyrir dauðaleit að einhverju aðeins stelpulegra. Verkamannavasaljós þurfti að duga.
Hvar fær maður annars bleikt vasaljós?
Önnur kona sem ég þekki var úti í London um daginn í einni af stærstu leikfangaverslunum heims og spurði hvort til væri það sem dóttir hennar óskaði sér helst úr búðinni. Nei, því miður áttu þeir ekki bleikt verkfærasett (eða vinnusett eins og stúlkan kallaði það, því pabbi hennar er jú smiður. Hana langaði til að "smíða" með pabba sínum með fínu bleiku setti). Bara svört og appelsínugul og gul og grá. Engin bleik.
Spurning um að fara að framleiða svona bleikt "strákadót" - ætli maður myndi græða mikið á því? Hvað ætli það séu margar stelpur þarna úti sem vilja bleikt "strákadót"? Örugglega nokkrar.
Ljósaskrúðganga leikskólabarna fellur niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2008 | 11:10
Þessir hommar vita alveg hvað þeir eru að segja
Og þegar ég skrifa þessir hommar þá er ég auðvitað ekki að tala um homma in general heldur ákveðna homma, hommateymi sem er betur þekkt sem Fab 5, úr þáttunum Qeer eye for the straight guy.
Tvisvar sinnum áður hef ég meðvitað tekið góðum ráðum frá þeim. Bæði virka 100%. Fyrra ráðið var Crest Whitestrips, tannhvítunarstrimar sem virka þvílíkt vel og ég mæli með (fást því miður ekki hérna heima). Seinna ráðið tengist því þegar maður er búinn að vera að æfa í ræktinni, er sveittur og rauður, búinn í sturtu en er ennþá að svitna og rauður í framan. Þá er besta ráðið að stinga úlnliðnum undir ískald rennandi vatn og þá kælist maður hratt niður. Þetta á sér mjög eðlilegar skýringar því það er ekki mjög mikil húð yfir slagæðunum í úlnliðunum og þá kælist maður hraðar niður. (auðvitað á þá að snúa úlnliðnum þannig að vatnið renni "beint" á æðarnar).
Nú er ég að hugsa um að prófa að taka við þriðja ráðinu frá þeim varðandi hárþvott. Í síðasta þætti var strákur með þurrt hár. Reyndar með töluvert mikið meira hár heldur en ég en þeir sögðu við hann "Condition every day, shampoo once a week". Ég er nefnilega með frekar þurrt hár og ætli ég þvoi það ekki of oft. Er líklegast komin í hálfgerðan vítahring því ég veit alveg að það er hárinu ekki gott að þvo það of oft en ef ég þvæ það ekki þá er hárið bara ómögulet. En ég er að hugsa um að gera smá tilraun og nota sjampóið sjaldnar og hárnæringuna oftar. Prófaði þetta fyrst í morgun og viti menn, hárið á mér er bara nokkuð gott. Sjáum til hvernig þetta verður eftir nokkrar vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 15:18
Hahahahaha
Ég get rétt svo ímyndað mér hvernig fólk mun líta út, standandi á bretti og hrista skrokkinn í einhverjum leik. Nógu mikið hlær maður nú þegar, þegar fólk er í boxi eða tennis eða að hlaupa í Wii með tveimur fjarstýringum.
Get ekki beðið eftir að þetta verði keypt :)
Japanar óðir í heilsuræktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 10:23
Útskrifuð af ræðunámskeiði
Síðustu vikur hef ég verið á ræðunámskeiði á vegum JCI Esju og hefur það verið mjög gaman og á eftir að gagnast mér mjög vel. Ég fór þarna til að yfirstíga ákveðinn þröskuld, hræðslu við ræðupúltið og er búin að komast að því að þetta blessaða púlt er ekkert svo hræðilegt. Í gærkvöldi var lokakvöldið og endaði námskeiðið með ræðukeppni. Bekknum var skipt í tvö lið og var mitt lið á móti tillögunni "að hætta við byggingu nýs fangelsis og fangar verði vistaðir í Drangey í Skagafirði". Og mitt lit vann keppnina :) Ræðumaður kvöldsins var í hinu liðinu og átti hún það vel skilið.
Eftir ræðukeppnina okkar var önnur ræðukeppni því námskeiðinu var skipt í tvo hópa. Sá hópur fjallaði um "að það væri betra að vera hommi á Íslandi heldur en lesbía" og var keppnin mjög áhugaverð og skemmtileg enda á léttu nótunum.
Sjö nýjir félagar voru svo teknir inn í JCI Esju, þar á meðal ég.
En brátt fer ég í að vinna í því að yfirstíga næsta þröskuld. Það eru reyndar nokkrir þröskuldar í þeirri áskorun sem einnig tekur yfir lengri tíma, eða 12 vikur. Því 12. febrúar gerist ég aðstoðarmaður á Dale Carnegie námskeiði og er það mjög krefjandi áskorun fyrir mig. Hlakka til á sama tíma og ég kvíði fyrir. En það mun bara koma gott úr þessu og ég mun læra töluvert mikið af þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 12:59
Nei börnin trúa því bara ekki að ég hafi verið poppstjarna.. ég þarf að sýna þeim það
"Ástæða þess að ég ákvað að slá til var sú að mig langaði að sýna börnunum mínum að mamma þeirra hefði einu sinni verið poppstarna"
uhh... það hefði nú alveg verið hægt að sýna þeim bara gömul myndbönd og leyfa þeim að hlusta á gamlar plötur.... hélt hún kannski að þau myndu ekki trúa sér eða?
Victoria getur ekki meira" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2008 | 15:59
Skafið rúðurnar!
Ég skil ekki letina í fólki sem nennir ekki að skafa rúðurnar á bílunum sínum. Mér er alveg sama þó það sé leiðinlegt veður eða kalt úti, þetta er bara öryggisatriði! Ég tek alltaf góðan tíma í að skafa og dusta af bílnum mínum, dusta vel og skafa af öllum rúðum, þríf rúðuþurrkurnar ( þá endast þær líka lengur), dusta af öllum ljósum, af húddinu og helst þakinu líka, og svo síðast en ekki síst, bílnúmeraplötunum.
Styð það heils hugar að sekta þessa vitleysinga sem nenna ekki að dusta af bílunum sínum og skapa hættu í umferðinni með því.
Að sama skapi mætti gjarnan fara að sekta fyrir fleiru, eins og t.d. notkun þokuljósa inni í byggð. Ég þoli það svo innilega ekki að mæta bílum sem eru með þokuljósin á. Þetta blindar mig og ég er nú ekki það slæm með nætursýnina (ekki að ég sjái nú samt í myrkri). Þekki annað fólk sem er mun verra en ég og blindast enn meira þegar það mætir þessum bílum með þokuljósin.
Sekt fyrir hélaðar rúður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 10:55
Tvö börn og bílveiki í bíó
Ég vil byrja á því að óska tveimur vinkonum mínum innilega til hamingju með sín fyrstu börn!Sunneva, góð æskuvinkona mín eignaðist strák þann 24. og Vala eignaðist stúlku 25. jan :) Hlakka til að fá að sjá litlu krílin og foreldrana.
Annars var helgin nokkuð góð hjá mér. Á föstudaginn, bóndadaginn, bauð ég Tryggva út að borða á Austur Indía fjelagið. Ég er ekkert rosalega mikið fyrir indverskan mat en í tilefni dagsins ákvað ég að velja stað sem honum finnst æðislegur. Ég passaði mig bara á að velja mér eitthvað milt og ég get svo sannarlega ekki sagt að ég hafi orðið fyrir neinum vonbrigðum. Ofboðslega góð og meyr kjúklingabringa. Og þessi indversku brauð eru sko alveg að mínu skapi :) Ég semsagt naut mín alveg jafn vel og elskan mín.
Á laugardagskvöldið vorum við að líta eftir litla bróður hans Tryggva og ákváðum að bjóða honum í bíó. Við fórum á Cloverfield og í anddyrinu stóð að myndin væri ekki fyrir flogaveika, eða þá sem verða bílveikir, sjóveikir og flugveikir. Iss ég skellti mér samt. Ég keypti mér nammi áður en við fórum inn í salinn en ég skellti því ofan í veski eftir hálftíma af sýningu myndarinnar. Gat ekki hugsað mér að fá mér meira, var orðið svolítið bumbult. Myndin er jú tekin á eina "personal" kameru og er á mikilli hreyfingu allan tímann. En mér fannst þetta virkilega skemmtilegur stíll á myndinni og var eiginlega það sem gaf henni allan karakter. Hefði þetta verið gert öðruvísi hefði þetta líklega ekki verið jafn spennandi mynd. En maður var alveg spenntur allan tímann og bjóst við að hvað sem væri gæti gerst hvenær sem var. Mæli með henni sem ágætis afþreyingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 10:42
Bóndadagur
Hvað gera konur fyrir bændur sína á bóndadaginn? Væri gaman að fá sögur frá einhverjum hvað verður gert í dag eða hefur verið gert áður.
Ég hef venjulega ekki gert mikið á bóndadaginn en í fyrra gaf ég bónda mínum húfu og vettlinga sem hafa nýst honum mjög vel hingað til. Í kvöld ætla ég að bjóða honum út að borða og koma honum á óvart með staðsetningunni - held að hann myndi seint giska á rétt svar. Veit að hann hlakkar mikið til.
Mér finnst ferlega gaman að gefa smá á bóndadaginn. Ekkert endilega eins fínt og núna, út að borða, heldur bara eitthvað skemmtilegt. Skemmtilega bók, trefil, eitthvað lítið dót í eldhúsið - já mikið af hugmynum fyrir framtíðina :)
En hvað segið þið, hvað gerið þið á bóndadaginn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2008 | 10:51
Fólk í of lélegu formi
Er þetta ekki bara svipað og þegar fólk sem er í lélegu formi byrjar að hreyfa sig eftir langa kyrrsetu og byrjar of skart? Enda mæla þeir í fréttinni ekki á móti þessu heldur að fólk stundi leikina í hófi. Fólk er greinilega að gleyma sér í spilun.. sem er samt ekki skrýtið þar sem þetta eru alveg einstaklega skemmtilegir leikir sem henta bæði börnum og fullorðnum.
Það fyrsta sem allt vant hlaupafólk segir við mig þegar það heyrir að ég er byrjuð að æfa hlaup er einmitt "Passaðu þig bara að byrja ekki of skart, taktu þessu rólega og vinndu þig hægt og rólega upp. Það leiðinlegasta sem þú gætir lent í eru meðsli af því að þú fórst of hratt af stað!"
Ég segir bara - Wii inn á hvert heimili og allir að hreyfa sig - í hófi til að byrja með ;)
Tilfellum Wii heilkennis fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2008 | 15:00
Ég er svo ekki að fylgjast með lífi fræga fólksins
Hafði ekki hugmynd að hún ætti von á barni. Vissi heldur ekki um hana Christinu. Maður ætti kannski að fara að lesa slúðurblöðin oftar svo maður geti verið með í umræðunni...
..nee held ekki. Líf þeirra kemur mér barasta ekkert við og þau mega lifa í friði fyrir mér.
En já, að horfa á fæðingu eign barns.. baaah held ég gæti það ekki! Finnst nógu erfitt að horfa þegar nál er stungið í mig. Hvað þá að sjá eitthvað stórt flykki koma út úr líkamanum mínum. En maður veit nú aldrei fyrr en á hólminn er komið, hver veit, kannski á ég eftir að biðja um spegil. Aldrei að segja aldrei!
Horfði á fæðinguna í spegli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)