Færsluflokkur: Bloggar
21.1.2008 | 16:49
Hversu margir jeppamenn fara af stað núna?
Tjah.. hvað veit maður miðað við síðast þegar var varað við stormi og viti menn - jeppafólk festist uppi á hálendi! Þvílíkur vitleysisgangur sem mér fannst það - og að taka börnin með?!? Ussussuss!
Jæja ég vona að þeir hafi nú lært af þessu.
En afsakið vitleysisganginn í mér, "asahláka"? Er það hláka sem myndast með miklum asa - svo úr verður mikill vatnselgur? Bara spyr.. :)
Varað við stormi, asahláku og hárri sjávarstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2008 | 09:55
Æj smá heilsublogg
Já ég veit ég veit ég ætlaði ekki að heilsublogga neitt hérna megin en ég bara bara svo ánægð með sjálfa mig að hafa náð að hlaupa heila tvo kílómetra án hvíldar í morgun á jöfnum hraða. Og var ekkert nálægt því eins móð og þreytt eins og á þriðjudaginn þegar ég náði að hlaupa 1.3 km. Játs geðveikt stolt. Hef ekki hlaupið svona rosalega mikið í mörg mörg mörg ár.
Svo er komið ferlega gott hvatningakerfi upp í vinnunni sem kom mér á lappir í morgun. Uppi á vegg inni í matsal hangir tafla með öllum dögum mánaðarins og nöfnum allra starfsmanna. Þegar maður hefur verið duglegur getur maður svo límt broskallalímmiða á daginn sem maður gerði eitthvað. Mig langaði nú pínu að sofa í morgun en hugsaði svo "Nei! mig langar að setja broskall á daginn í dag" og dreif mig. Og sé ekkert eftir því :)
Jæja.. ekki meira heilsublogg hérna - lofa (nema kannski þegar ég brýt helstu múrana - 3 km, 4 km, 5 km :) )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 16:54
Killerumferð
Já miðað við hvernig umferðin er orðin núna og klukkan ekki búin að slá fimm þá býst ég við langri heimferð. Spurning hvort maður taki með sér nesti í bílinn. En ég hef sagt það áður og segi það aftur, ég neita að láta þessa miklu umferð pirra mig, ég tek heimferðinni bara með ró og hlusta á útvarpið. Aðra sögu væri líklega að segja ef ég væri tímabundin eða þyrfti að ná í barn á leikskóla eða eitthvað þannig en þegar ekkert er framundan nema góður tími heima með fuglinum og að skrifa ræðu fyrir morgundaginn þá er engin ástæða til að stressa sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 11:30
Snilld!
Alltaf svo gaman að lesa "Raunasögur Ræningja"...
Bara snilld að rannsóknarlögreglan skuli akkúrat hafa verið inni í versluninni þegar þjófurinn kom á staðinn. Þetta er svona ekta sena sem maður sér í einhverri grínmynd eða gamansömum lögguþætti :)
Ræningjar staðnir að verki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2008 | 10:36
Heilsufarsástand
Átakskeppnin í vinnunni byrjar í dag. Það er verið að mæla alla í þessum skrifuðu orðum og ég var að koma úr minni mælingu. Almennileg mæling sko. Auk þess hefðbundna, þyngd, fituprósenta og ummál var mældur blóðsykur, kólesteról og þol. Þessa mælingu fæ ég svo aftur í heild sinni eftir 12 vikur.
Þeir sem hafa áhuga á þessum tölum geta fylgst með á gömlu síðunni minni http://godpool.com.
Nú er því kominn talsverður þrýstingur á að standa sig, átakskeppni OG astma-maraþon! Minns í ræktina beint eftir vinnu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2008 | 15:31
Í djúpu laugina
Nei ekki sjónvarpsþáttinn (sem er heldur ekki í gangi núna).. mun það vera tjáningalaugin sem ég tala um..
En frá og með morgundeginum verður meira en nóg að gera. Næstu þriðjudags- og fimmtudagskvöld verð ég á ræðunámskeiði, og í 12 þriðjudagskvöld, frá og með 12. febrúar verð ég aðstoðarmaður á Dale Carnetgie námskeiði þar sem ég þarf svo sannarlega að tjá mig og hlusta á aðra og veita góðan stuðning.
Já, ekki fyrir löngu hefði mér aldrei dottið í hug að fara svona langt út fyrir þægindahringinn og hvað þá svona oft, nýbúin á DC námskeiði sjálf og helli mér þá bara tvöfalt eða þrefalt út í djúpu laugina aftur. Ég er svolítið stressuð fyrir þetta en ég veit að ég hef bara gott að þessu og þetta stækkar þægindahringinn, sem er nú allt of lítill hjá mér, töluvert.
En jæja, ég drukkna nú varla við þetta - verð örugglega vel synd eftir þessar æfingar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 17:02
Og þá bankar Helgi að dyrum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 09:54
Snilld
Þetta finnst mér bara kúl. Samt ekki viss um að þetta passi inn í stofu hjá mér eins og er, en kannski þegar ég verð búin að byggja mér villuna sem ég er með í hausnum :P
Er nú alveg nógu ánægð með 42" plasmann sem er inni í stofu hjá mér og er tengdur við tölvuna. Veit fátt betra en að liggja eins og skata í geðveika sjónvapssófanum mínum fyrir framan plasmann og horfa á eitthvað gott hd efni eða bara leggja kapal (nei ég get ekki hætt að monta mig yfir plasmanum mínum).. Tryggva fannst líka æði að geta spilað tölvuleik á svona stórum skjá enda kláraði hann Call of Duty (held ég, fylgist ekkert með þessum tölvuleikjum) á einni nóttu.
Stærsti skjár í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 11:31
Latir og ljúgandi foreldrar
Ég hneykslast alltaf jafn mikið á þeim foreldrum sem nenna ekki að sinna börnunum sínum. Kommon.. ef barnið þitt fær lús þá losarðu það við hana sem fyrst og lætur það ekki kveljast undan kláða frá lúsabiti í marga daga og jafnvel vikur, eða kvíða yfir því hvort það sé með lús (kvíði sem getur brotist út í kláða)!
Ónefnd stúlka sem ég þekki sem vann/vinnur á ónefndum leikskóla sagði mér frá því að hún hafi oft orðið vitni að því að foreldrar hafi hreinlega logið að leikskólakennurunum að þau hafi kembt börnin sín til þess að það væri tekið við þeim á leikskólanum. En nei, börnin sögðu satt og rétt frá þegar þau voru spurð, þau höfðu ekki verið kembd, og voru jafnvel með "bullandi" lús. Að foreldrar skuli leyfa sér þetta að hunsa börnin sín svona og ljúga svo að leikskólakennurunum. Ætli þessir foreldrar ætlist ekki bara til þess að leikskólakennarar og síðar grunnskólakennarar sjái um uppeldið á grey börnunum.
Ég skil alveg að það koma stundir þar sem er ekki hægt að sinna börnunum til fullnustu og það koma álagspunktar í líf manns þar sem það getur verið erfitt. En að losa barnið ekki við lúsina eða einu sinni tékka á því hvort það sé með lús finnst mér alveg ótrúlegt sinnuleysi. Það er alveg hægt að taka frá smá tíma til þess. Þetta er nú einu sinni barnið þitt.
Lúsin á ábyrgð foreldranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2008 | 15:10
Með ofnæmi fyrir Tryggva
Useless information..
Þegar húðin á mér strýkst fast við skeggrótina/skeggið hans Tryggva þá fæ ég þvílík útbrot, ofnæmisútbrot. Rauð upphleypt húð sem mig klæjar mikið í. Þetta gerist t.d. eins og í gær þegar við erum að fíflast og ég er að kitla hann á hálsinum. Hann festir hendina á mér milli hauss og axlar (svona hefðbundin kitliviðbrögð) og ég dreg hendina úr prísundinni, eftir skeggrótinni. Og fæ útbrot á hendina. Og þá er bara að fara inn á bað og bera Aloe Vera á til kælingar. Kallinn er bara með svo harða og þykka skeggrót að það má varla vera neitt á honum..
Já eins gott fyrir kallinn að raka sig vel!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)