Nördaráðstefna

Fór á Microsoft ráðstefnu í gær (Heroes happen here í Smáralindinni) þar sem verið var að kynna nýjustu afurðir þeirra, Visual Studio 2008, Microsoft Server 2008 og Sql Server 2008. Ég fór að sjálfsögðu á developer fyrirlestrana (sem fjölluðu um Visual studio). Ég er byrjuð að vinna með tólið og líkar það bara mjög vel. Finnst það þægilegt og margir mjög flottir fítusar.
Fyrirlesararnir voru jafn misjafnir og þeir voru margir. Sumir mættu æfa sig í smá ræðutækni eða læra hvernig maður heldur kynningu/fyrirlestur. En svo voru tveir þarna sem mér fannst virkilega góðir.
Þetta voru mjög áhugaverðir fyrirlestrar, þeir sem ég sá og maður tók ekkert eftir því hvað tímanum leið.
Því miður missti ég af síðasta fyrirlestrinum, lokaorðunu, puttamatnum, bjórnum og bíósýningunni þar sem ég þurfti að fara um hálffimm. En ég náði þó mestu af því góða sem var talað um :)

En já, visual studio 2008 með frameworki 3.5 er alveg að rokka hjá mér, sérstaklega með nýju hraðvirku vélinni minni þar sem það tekur bara nanósekúndur að compila :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kúl, hljómar eins og áhugaverð ráðstefna :) En guð minn góður, hver fann uppá þessu nafni? Heroes happen here? Jamm, við erum öll hetjur! FORRITUNARHETJUR!

 p.s.

Ég virðist ekki vera nógu góður í stærðfræði til að fá að pósta hérna, það tók mig tvær tilraunir að fatta hvað er summan af tíu og tólf! 

einar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband