Jólatré út um allar götur

Já nú byrjar sá tími sem jólatré fjúka um allar götur og sjást í hverjum krók og kima. Jú auðvitað skila flestir sínu jólatré af sér samviskusamlega, á réttan hátt á réttum tíma, en það eru svo margir sem fara annaðhvort of seint út með tréð og halda að bæjarstarfsmenn séu ennþá að pikka upp trén eða er alveg sama og henda þeim út hvort sem er og bara hvar sem er. Já, á þessum tíma og langt frameftir í janúar eru trén út um allt. Já mér finnst fínt að vera bara með fallegt gervitré og vera laus við þetta vesen - bæði að velja tré, ferja það heim og að losa mig svo við það, já og svo standa í að vökva það reglulega, ryksuga allt barrið sem fellur af þegar tekið er af því og það ferjað út (að vísu þarf að ryksuga örlítið eftir gervitréð líka en það er svo stjarnfræðilega lítið miðað við það raunverulega). Kannski breytist þetta þegar ég er komin með börn til þess að leyfa þeim að kynnast þessum sið (sem ég ólst upp við) að vera með raunverulegt jólatré. 


mbl.is Jólatré fjarlægð í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband