Latir og ljúgandi foreldrar

Ég hneykslast alltaf jafn mikið á þeim foreldrum sem nenna ekki að sinna börnunum sínum. Kommon.. ef barnið þitt fær lús þá losarðu það við hana sem fyrst og lætur það ekki kveljast undan kláða frá lúsabiti í marga daga og jafnvel vikur, eða kvíða yfir því hvort það sé með lús (kvíði sem getur brotist út í kláða)!
Ónefnd stúlka sem ég þekki sem vann/vinnur á ónefndum leikskóla sagði mér frá því að hún hafi oft orðið vitni að því að foreldrar hafi hreinlega logið að leikskólakennurunum að þau hafi kembt börnin sín til þess að það væri tekið við þeim á leikskólanum. En nei, börnin sögðu satt og rétt frá þegar þau voru spurð, þau höfðu ekki verið kembd, og voru jafnvel með "bullandi" lús. Að foreldrar skuli leyfa sér þetta að hunsa börnin sín svona og ljúga svo að leikskólakennurunum. Ætli þessir foreldrar ætlist ekki bara til þess að leikskólakennarar og síðar grunnskólakennarar sjái um uppeldið á grey börnunum.
Ég skil alveg að það koma stundir þar sem er ekki hægt að sinna börnunum til fullnustu og það koma álagspunktar í líf manns þar sem það getur verið erfitt. En að losa barnið ekki við lúsina eða einu sinni tékka á því hvort það sé með lús finnst mér alveg ótrúlegt sinnuleysi. Það er alveg hægt að taka frá smá tíma til þess. Þetta er nú einu sinni barnið þitt.


mbl.is Lúsin á ábyrgð foreldranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst samt spurning þar sem um leikskólabörn er að ræða hvort þau segi rétt frá. Vitum að þau eru ekki alveg með tímasetningar og hluti á hreinu. Finnst það jaðra við persónunjósnir þegar fóstrur spyrja börnin að svona, kannski eitthv. fleira sem þær vilja vita innan veggja heimilisins ??

Annars er þessi ógeð og leiðinlegt að eiga við hana. Tek það fram að ég kembi ! 

M (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Jú jú það er alltaf hægt að efast um það sem börnin segja, t.d. var eitt lítið barn sem sagði að amma sín væri spilafíkill. Síðar kom í ljós að það var af því að hún sat oft og lagði kapal.
Að vita hvort barnið sé með lús getur verið mjög mikilvægt á leikskólum, skólum og öðrum stofnunum til þess að geta haldið henni í skefjum og þá finnst mér nú alveg sjálfsagt að spyrja barnið hvort það hafi verið kembt í gær. Ekki eins og það sé bara verið að spyrja eitthvað eitt barn heldur er væntanlega verið að spyrja þau öll. Og það er vitanlega ekki gert til þess að reyna að rengja orð foreldrisins heldur bara ferli þegar kemur upp lúsafaraldur.

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 10.1.2008 kl. 12:50

3 identicon

Það er eitt að taka mark á því sem börnin segja í óspurðum fréttum, það má oft setja ansi stórt spurningamerki við hugtakaskilning svona ungra barna (sbr. spilafíkillinn) en annað að treysta því að þau segi satt og rétt frá þegar þau eru spurð. Í svona lúsarmálum skiptir ótrúlega miklu máli að uppræta hana strax, við megum ekki gleyma því að börnin okkar hitta önnur börn á leikskólanum og alveg eins og þau smitast þar þá smita þau út frá sér þar. Lús er spurning um hreinlæti og ég flokka það sko síður en svo sem einkamál heimils.

(Tek það fram að ég er kennari!)

Freyja (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 14:49

4 identicon

"#$%&(%&$$"#$&/)(/#&"#$#/%$#"!/()=%$#

ohhhh þetta pirrar mig út í fingurgóma og til baka.

Það er ótrúlegt, svo líka þegar svona kemur upp þá er send heim tilkynning með börnunum um að það eigi að kemba krökkunum ... ég hef ALDREI upplifað það að meir en svona 70-80% af foreldrum sýni viðleitni og sendi börnin sín með daginn eftir með miðann útfylltan og undirskrifaðan til baka eins og ætlast er til... hvað þá haldi börnunum heima eins og ætlast er til ef þau eru morandi...

(Tek það einnig fram að ég er kennari!) :)

Vala (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband