Og þá bankar Helgi að dyrum

Þetta verður líklega frekar ljúf helgi. Allavega hjá mér, veit ekki með karlinn sem sat á klósettinu í allan morgun (ég ætla sko ekki að smitast af honum!). Helgin byrjar með aðalfundi JCI Esju og partý. Býst ekki við að vera lengi vegna ástands karlins. Á morgun verður þó tekinn skurkur heimafyrir, enda veitir ekki af... skúra, skrúbba, bóna. Og hlaupin halda áfram. Verð að fara á morgun fyrst ég var löt í morgun! Á sunnudag er svo kaffiboð og matarboð.. nóg að gera í þeim bransanum alltaf hreint, vorum með þetta fína matarboð um síðustu helgi líka. Og svo byrjar næsta vika með átakskeppni í vinnunni þar sem kemur manneskja til að mæla okkur öll alveg kyrfilega - ekki bara þetta hefðbunda þyngd og fituprósenta. Nei sko alvörumæling, kólesteról og blóðsykur og einhver svoleiðis læti. Verður gaman að fá niðurstöðurnar úr því. Það eru allir að hugsa um að eta á sig gat um helgina, helst eitthvað sem heldur vökvanum vel í líkamanum (eins og jólamatur) svo maður sé í eins slæmu ástandi á mánudaginn og hægt er... :P

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þið hafið staðið við að skúra, skrúbba og bóna í dag. Við erum búin að vera að þrífa síðan snemma í morgun og höllin hefur sjaldan verið fínni - alveg dásamlegt. Sjáumst á morgun :)

Júlía Rós Atladóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband