Tvö börn og bílveiki í bíó

Ég vil byrja á því að óska tveimur vinkonum mínum innilega til hamingju með sín fyrstu börn!Sunneva, góð æskuvinkona mín eignaðist strák þann 24. og Vala eignaðist stúlku 25. jan :) Hlakka til að fá að sjá litlu krílin og foreldrana.

Annars var helgin nokkuð góð hjá mér. Á föstudaginn, bóndadaginn, bauð ég Tryggva út að borða á Austur Indía fjelagið. Ég er ekkert rosalega mikið fyrir indverskan mat en í tilefni dagsins ákvað ég að velja stað sem honum finnst æðislegur. Ég passaði mig bara á að velja mér eitthvað milt og ég get svo sannarlega ekki sagt að ég hafi orðið fyrir neinum vonbrigðum. Ofboðslega góð og meyr kjúklingabringa. Og þessi indversku brauð eru sko alveg að mínu skapi :) Ég semsagt naut mín alveg jafn vel og elskan mín.
Á laugardagskvöldið vorum við að líta eftir litla bróður hans Tryggva og ákváðum að bjóða honum í bíó. Við fórum á Cloverfield og í anddyrinu stóð að myndin væri ekki fyrir flogaveika, eða þá sem verða bílveikir, sjóveikir og flugveikir. Iss ég skellti mér samt. Ég keypti mér nammi áður en við fórum inn í salinn en ég skellti því ofan í veski eftir hálftíma af sýningu myndarinnar. Gat ekki hugsað mér að fá mér meira, var orðið svolítið bumbult. Myndin er jú tekin á eina "personal" kameru og er á mikilli hreyfingu allan tímann. En mér fannst þetta virkilega skemmtilegur stíll á myndinni og var eiginlega það sem gaf henni allan karakter. Hefði þetta verið gert öðruvísi hefði þetta líklega ekki verið jafn spennandi mynd. En maður var alveg spenntur allan tímann og bjóst við að hvað sem væri gæti gerst hvenær sem var. Mæli með henni sem ágætis afþreyingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband