Skafið rúðurnar!

Ég skil ekki letina í fólki sem nennir ekki að skafa rúðurnar á bílunum sínum. Mér er alveg sama þó það sé leiðinlegt veður eða kalt úti, þetta er bara öryggisatriði! Ég tek alltaf góðan tíma í að skafa og dusta af bílnum mínum, dusta vel og skafa af öllum rúðum, þríf rúðuþurrkurnar ( þá endast þær líka lengur), dusta af öllum ljósum, af húddinu og helst þakinu líka, og svo síðast en ekki síst, bílnúmeraplötunum.

Styð það heils hugar að sekta þessa vitleysinga sem nenna ekki að dusta af bílunum sínum og skapa hættu í umferðinni með því.

Að sama skapi mætti gjarnan fara að sekta fyrir fleiru, eins og t.d. notkun þokuljósa inni í byggð. Ég þoli það svo innilega ekki að mæta bílum sem eru með þokuljósin á. Þetta blindar mig og ég er nú ekki það slæm með nætursýnina (ekki að ég sjái nú samt í myrkri). Þekki annað fólk sem er mun verra en ég og blindast enn meira þegar það mætir þessum bílum með þokuljósin.


mbl.is Sekt fyrir hélaðar rúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Ég er að tala um þokuljósin, ekki háu ljósin. Venjulega þá eru það bara tvö ljós sem mæta þér (og getur það verið misblindandi eftir bílategundum) en þegar búið er að bæta þokuljósunum við þá eru þetta fjögur ljósker sem lýsa á móti þér. Fjögur ljós er allt of mikið innanbæjar og blindar bara þá sem eru að koma á móti (eins og mig)

En jú, ef einhver er með háu ljósin á þá er það örugglega bara klaufaskapur og rétt að stoppa á og láta þá slökkva á þeim.

Kannski er það bara klaufaskapur hjá sumum að hafa kveikt á þokuljósunum en ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að margir gera það af töffaraskap..

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband