Húsasmiðjuferðin til einskis

Kona sem ég þekki fór sérferð í Húsasmiðijuna í gær í leit að vasaljósi handa dóttur sinni til að nota í þessari göngu. Dóttirin bað um bleikt vasaljós en svoleiðis fékkst ekki í húsasmiðjunni, bara steingrá og gul verkamannavasaljós, þrátt fyrir dauðaleit að einhverju aðeins stelpulegra. Verkamannavasaljós þurfti að duga.

Hvar fær maður annars bleikt vasaljós?

Önnur kona sem ég þekki var úti í London um daginn í einni af stærstu leikfangaverslunum heims og spurði hvort til væri það sem dóttir hennar óskaði sér helst úr búðinni. Nei, því miður áttu þeir ekki bleikt verkfærasett (eða vinnusett eins og stúlkan kallaði það, því pabbi hennar er jú smiður. Hana langaði til að "smíða" með pabba sínum með fínu bleiku setti). Bara svört og appelsínugul og gul og grá. Engin bleik.

Spurning um að fara að framleiða svona bleikt "strákadót" - ætli maður myndi græða mikið á því? Hvað ætli það séu margar stelpur þarna úti sem vilja bleikt "strákadót"? Örugglega nokkrar.


mbl.is Ljósaskrúðganga leikskólabarna fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Baldvinsson

Bleikt "strákadót"? Ekki málið! Europris.

http://www.europris.no/modules/module_123/proxy.asp?D=2&C=71&I=351&mid=288 

Aftasta síða bæklingsins vakti mikla athygli á kaffistofunni á mínum vinnustað.

Helgi Baldvinsson, 8.2.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Tjah.. já, það er búið að vera að markaðssetja soldið af bleikum, eða í þessu tilfelli asnalega blómamynstruð verkfærasett sem eiga að höfða til kvenna.

En málið er að þetta eru alvöru verkfærasett sem maður myndi ekki setja í hendurnar á 4 ára stúlkum til að leika sér með  

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 8.2.2008 kl. 12:06

3 identicon

Já svo er spurning hvort dót þurfi endilega að vera bleikt svo að stelpur geti leikið sér með það, eru það þeirra kröfur eða foreldranna? (þá er ég ekki að meina þetta dæmi með vasaljósið)  Reyndar er þetta öllu svakalegra "vandamál" þegar strákarnir sækjast í eitthvað sem foreldrunum þykir stelpulegt.

Manstu hvað fólk lét oft furðulega gagnvart krökkunum sínum í dótabúðinni? 

robohelga (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband