Árans kettir

Og þá sérstaklega einn köttur í hverfinu. Hann er sko búinn að átta sig á því að á Burknavöllunum býr fugl sem honum finnst æði girnilegur. Hann hefur oft mætt fyrir neðan stofugluggann og hrellt grey fuglinn (sem elskar að vera útí glugga) og sleikt út um. Við höfum aldrei náð honum til þess að hrella hann svo hann hætti að mæta í garðinn okkar, hann veit vel að hann er óvelkominn því um leið og hann sér okkur þá þýtur hann í burtu, vitandi að hann getur vel átt von á vatnsgusu - enda höfum við reynt að skvetta á hann.

Í nótt vakna ég svo við heilmikil læti í fuglinum sem flögrar um allt búr, greinilega mjög stressaður. Tryggvi var ekki lengi að átta sig á hvað var í gangi og þýtur fram og öskrar á köttinn sem var kominn inn til okkar. Kötturinn tók á rás út og hrindir gardínunum niður í látunum. Ég kem fram þar sem Tryggvi hefur tekið fuglinn út til þess að halda á honum og róa hann en fuglinn er svo stressaður að hann flýgur út um allt og á alla glugga og það er ekki fyrr en hann lendir á gólfinu sem ég næ honum og get tekið utan um hann. Fer með hann inn í svefnherbergi, held utan um hann og tala rólega til hans. Eftir smá stund fer hann að róast aðeins en er þó mjög var um sig. Við sóttum búrið hans inn í herbergi og það tekur um 20-30 mín í allt að róa fuglinn niður og fá hann til þess að vilja fara aftur inn í búr.

Já árans kötturinn er greinilega að vakta húsið því við erum mjög passasöm á gluggana hjá okkur. En í þetta eina skipti þá hefur hann komist inn um of mikið opinn gluggann og svoleiðis ætlað í feitt. Now the war has really begun. Spurning hvað maður geri til að hann komi bara ekki aftur..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Didda

Þetta er ekki gott mál, er kisi ekki mektur þannig að hægt sé að finna eigandann þó ekki væri nema til að halda honum inni á nóttunni ?

Svo er spurning um að fá sér Get off spray eða edik og setja við gluggann.

Didda, 15.7.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Já ef maður næði í skottið í kettinum væri kannski hægt að athuga eigandann. Það er þó ekki nóg að halda honum inni hjá sér á nóttunni því hann er að sniglast í kringum húsið allan daginn og ef svo ólíklega vildi til að við gleymdum einum glugga of mikið opnum þá væri hann fljótur að kíkja í heimsókn.

Ætla að athuga með eitthvað svona get off sprey og edik og svo hef ég líka heyrt um sterkan chili pipar eða cayenne pipar, á ekki að vera skaðlegt fyrir kettina en voðalega vont að finna lyktina af því..

Einhver fleiri ráð?

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 15.7.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband