Enga svartsýni takk!

Hér með hefur verið ákveðið að blogga ekkert um þessa kreppu enda leggst maður bara í þunglyndi ef maður einblínir bara á svörtu hlutina. Tók því út færslu um eitthvað svartsýniskreditkortatal - enda er ekki eins og maður ráði ekki við þetta :)

En best ég setji þó aftur inn úr færslunni:

Við vorum s.s. á landsþingi JCI í Danmörku. Okkur var boðið þangað og Tryggvi var að leiðbeina á námskeiði á föstudagsmorgni.

Við mættum til Danmerkur á þriðjudaginn og vorum í Kaupmannahöfn í tvær nætur að slappa af, og heimsóttum líka Bolsjehuset og keyptum inn einhverjar vörur fyrir nammiland.is. Á fimmtudag tókum við svo lest til Aarhus þar sem landsþingið fór fram. Á föstudagsmorgun var Tryggvi svo með námskeið og eftir það skoðuðum við okkur aðeins um í borginni (reyndar löbbuðum við bara frá þingstaðnum að hótelinu sem var um 20 mín labb - en í gegnum bæinn þannig að við sáum helling). Á föstudagskvöld var svo þemakvöld og þemað var Las Vegas. Þar gat ég aftur notað búninginn sem ég keypti fyrir Las Vegas partýið í Mentis um árið. Já, ég get alveg sagt að ég hafi verið svolitla eftirtekt (enda er þetta búningur keyptur í "leikfangabúð"). Kvöldið var virkilega skemmtilegt og það sem var svo sniðugt var að maður keypti spilapeninga í byrjun kvölds og notaði þá svo til að kaupa sér bjórinn á barnum.
Á laugardag ákváðum við að sofa út og taka því rólega yfir daginn. Um kvöldið var svo Gala dinner og partý þar sem allir voru í sínu fínasta pússi. Danir eru mjög duglegir að dansa enda var dansgólfið fullt allt kvöldið - og strákar í Danmörku eru sko ekki feimnir við að bjóða stelpum upp í dans. Bara einn til tveir dansar og svo búið og þá skila þeir dömunni. Mjög gaman. Og þeir eru líka flinkir að dansa (þó þeir segist ekki vera það). En allavega, þetta kvöld var virkilega vel tekið á því og eftir gala dinnerinn var haldið niður í bæ þar sem var haldið áfram. Á leiðinni heim uppá hótel var stoppað í "bæjarins bestu".
Sunnudagurinn var mjööög slappur - lítið borðað og mikið sofið. En á mánudag héldum við aftur til Kaupmannahafnar, héldum á Strikið og svo flogið heim.

En í einu orði sagt var landsþing dana: Snilld!

Í dag kemur til landsins félagi úr JCI í Danmörku og ætlum við að vera góðir gestgjafar og bjóða honum í mat og partý :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband