Flutningur, stofnfundur, Brian Tracy og Rjómadjamm

Nú er ég stödd í vinnunni og í dag stöndum við í flutningum.

Svona fyrir þá sem ekki vissu þá hefur Teris tekið yfir Mentis, sjá http://vb.is/frett/1/47763/teris-og-mentis-sameinast. Þannig að ég er nú orðinn starfsmaður hjá Teris og við flytjum til Teris í dag.

Í kvöld er svo stórmerkilegur viðburður, Stofnfundur JCI Keilis, nýs aðildafélags JCI í Hafnarfirði. Það erum við Tryggvi sem stöndum fyrir þessu ásamt fleirum. Stofnfundurinn fer fram í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og er heiðursgesturinn maður að nafni Dr. Erol User, jci félagi frá Tyrklandi en hann er hér á landi í boði forseta Íslands til að vera viðstaddur bleiku slaufuna (pink ribbon ball). Tryggvi mun auðvitað stíga í pontu og segja stuttlega frá nýja félaginu og hvað er á döfinni þar. Þar á eftir mun Andri Heiðar, stofnandi Innovit frumkvöðlaseturs flytja stutt erindi.
Spennandi dagskrá á einni klukkustund, frá 19.45 - 21.00. Eftir kl. 21.00 mun sjálf stofnunin fara fram þar sem farið verður yfir lögin og nýjir félagar teknir inn.

 

Á morgun, laugardag, mun ég svo eyða öllum deginum í Háskólabíó, og fara á námsstefnu með Brian Tracy :) gaman gaman.

Annað kvöld er svo RJÓMADJAMM :D :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband