Marblettir á öxlinni!

Hverjum hefði dottið það í hug að við það að stunda súludans myndi maður fá marbletti. Og enga smá marbletti. Hef fengið risamarbletti á hnjánum, upphandleggjum og á ristinni. En líkaminn virðist fatta þetta og ég venst álaginu og ég fæ æ sjaldnar marbletti.

En eftir tímann í gær þá er að myndast þessi glæsilegi marblettur á öxlinni. Já, ÖXLINNI! Við vorum að prófa nýtt "múv" í gær (eða ég, var ekki í tímanum þegar það var kennt fyrst) sem er reyndar svolítið erfitt að útskýra, en við það að framkvæma þetta "múv" þá varð ég virkilega aum í öxlinni. Svona er það þegar maður heldur nánast heilum líkama uppi á öxlinni - þá verður maður aumur í henni.

Annars átti ég frekar erfitt í tímanum í gær - var alltaf að svitna í lófunum þannig að súlan varð mjög sleip. Gat ekki haldið mér uppi og prófað hin nýju "múvin".

En ein spurning - hversu langt er síðan þú stóðst á höndum?

Við höfum verið að standa á höndum í tímum og ég hef ekki gert það síðan ég var lítil. Er ennþá í erfiðleikum með að koma mér upp - en þegar ég er komin upp þá er það ekkert mál. Þetta er bara spurning um kjark og þor - drífa sig upp. Það kemur með tímanum.. fyrst ég get hangið á hvolfi á súlu hlít ég að geta staðið á höndum upp við vegg Tounge

Smá dæmi um það sem Pole fitness snýst um - við erum samt ekki orðin alveg svona advanced en það eru kannski 2-3 hreyfingar þarna sem ég get (veit þó ekki hversu vel þær líta út)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband