Enginn súludans í dag

Ég er barasta að drepast úr harðsperrum í kálfunum og tel óráðlegt að ofgera þeim og nauðga með dansæfingum. Í staðinn ætla ég að taka létta gönguæfingu (mjög hæga) og lyfta (með efri líkamanum - ætla að hlífa fótunum).

Og hver skyldi nú vera ástæða þessara harðsperra í kálfunum?

Hér sjáið þið hana (ásamt leiðinni sem var gengin):
Móskarðshnjúkar

AstmaFjallgöngugarpar gengu á Móskarðshnjúka síðasta laugardag. Lagt var af stað um 10 leytið í hífandi roki og við okkur tók skafrenningur og enn meira rok. Alls ekki besta veðrið til fjallgöngu. Ég var komin upp á topp um 12:30 leytið og aftur niður um kl. 14:00. Ég veit ekki hvað ég þurfti að stoppa oft á leiðinni til að ná andanum, ég gæti líklega ekki talið skiptin á fingrum beggja handa. En upp komst ég og er geðveikt stolt af því! Þetta er fyrsti tindurinn sem ég hef farið.

Hér er mjög falleg mynd af hnjúkinum en ég væri alveg til í að fara aftur þarna upp þegar veðrið verður svona (t.d. næsta sumar):

 Skyggnið núna var nær þessu (þó kannski ekki alveg svona slæmt, en þó nálægt því - ath ekki mynd af móskarðshnjúkum)

Í næsta mánuði verður farið upp á Vífilsfell og þar næst Keili. Nú hlakka ég bara til - og verð vonandi komin í betri þjálfun þannig að ég verði ekki með svona miklar harðsperrur :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband