Gaman gaman

Það er svo GAMAN að vera komin í gott form. Að passa buxur nr. 10 og passa í föt sem ég hef aldrei passað almennilega í áður. Jafnvel vera komin fram úr fötum sem ég passaði ekki í lengi lengi - passaði jafnvel bara í þau í stuttan tíma í einu.

Ég var að skoða myndir af mér frá því í vor, þegar bróðir hans Tryggva fór í fermingamyndatöku og fjölskyldan fór með í myndatöku - þá var tekin smá myndasyrpa af okkur Tryggva. Jakkinn sem ég var í var gjörsamlega að springa utanaf mér. Núna er hann mjög fínn á mér. Ég hafði lofað mömmu að láta hana fá mynd af mér og Tryggva úr þessari myndatöku til að henga upp á vegg, en ég er hætt við. Hún fær frekar glænýja mynd af mér og Tryggva - við s.s. þurfum að drífa okkur í myndatöku.

Í gær fór ég í bíó - og ég fór í jakka sem - þegar ég keypti hann - var þröngur á mér og ég gat varla hneppt honum. En í gær passaði hann mjög fínt og ég gat vel hneppt honum :)

Gaman gaman gaman :)

Svo var ég að skoða myndir af mér síðan ég var 18 ára. Ég er að stefna á að komast í sama form og þá. Það er nú ekkert rosalega langt í það - en ef ég ætla að ná því þarf ég samt að æfa vel og borða rétt - eða s.s. bara halda áfram að borða rétt - og æfa aðeins meira :)

Gaman gaman gaman :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært... Um að gera að stefna á að komast í 18 ára formið þitt.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:48

2 identicon

Getum við fengið að sjá mynd af nýja heita kroppnum þínum.... ;-)

Freyja Rut (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Já ég þarf að redda almennilegri mynd af mér :)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 17.11.2008 kl. 15:27

4 identicon

til hamingju

julia (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:47

5 identicon

Vá frábært, til lukku með þetta skvísí.

Dísa (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 13:21

6 identicon

Þetta er æðislegt til hamingju með þetta :)...þurfum svo að plana aðra Esjuferð :)

Fanney (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband