Allt frá semí góðum til frábærra tónlistarmanna

Þegar ég horfi og hlusta á lifandi tónlist þá finnst mér það oft skera úr um gæði þeirra tónlistarmanna sem flytja tónlistina. Ég vil oft flokka tónlistarmenn í nokkra flokka.

Sá fyrsti eru lélegir tónlistarmenn. Já bara hreint út sagt lélegir tónlistarmenn sem eiga enga góða diska og eru alveg hrikalegir "live". Sem betur fer verða ekki margir þannig á vegi mínum.

Svo eru það þeir sem eru sæmilegir. Þeir eru jafnvel frábærir stúdíó tónlistarmenn. Diskurinn hljómar vel og því gæti maður flokkað þá undir góða fyrst, en "live" geta þeir ekki neitt. Mikið um þannig tónlistarmenn. Mjög mikið.

Svo eru það góðir tónlistarmenn. Diskurinn hljómar mjög vel og "live" hljóma þeir mjög vel. Jafnvel þannig að "live" útgáfan sé bara nákvæmlega eins og diskurinn (þó þeir séu alls ekki að "mæma"). Það er gaman að fara á tónleika með svona tónlistarmönnum, en það gefur manni oft ekki meira en það sem er spilað af disknum heima í stofu. Nema þeir sem segja skemmtilegar sögur inn á milli og ná að tengjast áhorfendunum. Það er auðvitað frábært. Þessir tónlistarmenn eru ekki eins algengir og þeir sem eru sæmilegir en maður fer oft á tónleika með þessari tegund. Mun oftar en þessum sæmilegu.

Svo eru það eðalflokkurinn. Frábærir tónlistarmenn. Það eru þeir sem gefa út frábæra diska, þeir sem geta spilað diskinn frábærlega vel á tónleikum, en þeir bæta alltaf við einhverju extra góðu og gera það vel. Maður heyrir vel að þetta er ekki nákvæmlega eins og á disknum, því einhverju extra er bætt við. Þeir geta að sjálfsögðu spilað diskinn nákvæmlega eins og gera það stundum, en svo koma lög þar sem allt er lagt fram á borðið og metnaðurinn er þvílíkur. Ég fæ gæsahúð á svona tónleikum. Margir góðir og jafnvel sæmilegir tónlistarmenn reyna að vera í þessum hóp en ættu bara að halda sig í sínum flokki.

Sem dæmi um frábæra tónlistarmenn get ég t.d. nefnt hljómsveitina Muse. Því miður hef ég ekki séð þá spila sjálf en ég hef séð dvd disk með upptöku af tónleikum. Og Vá! Hvílíkir taktar. Hvílíkur snillingur sem hann Matthew Bellamy er (ég þurfti að fletta þessu upp, ég er hrikalega léleg með nöfn). Og þessi rödd.. vá.
Sem dæmi um frábæran íslenskan tónlistarmann get ég t.d. nefnt hann Jón Ólafsson sem píanóleikara. Það sá ég þegar hann spilaði undir þegar Kór Versló og Kór HR (sem ég var í) héldu saman tónleika. Þar spilaði hann nótnalaust, undirleikurinn var aldrei alveg eins en alltaf hljómaði hann jafn æðislega vel og passaði alltaf jafn vel við.

Svo má segja að það sé hægt að hafa milliflokk milli sæmilegra og góðra tónlistarmanna, og svo góðra og frábærra. Það eru tónlistarmenn sem eru góðir, en eru fastir í sama farinu og geta ekkert annað en það sem þeir gera í dag. (Nú eiga örugglega margir sem ég þekki eftir að hneykslast á mér). Stebbi Hilmars er góður tónlistarmaður. Mér finnst hann ekki flokkast sem frábær. Hann er með góða rödd og semur virkilega fallega texta og falleg lög. En mér finnst hann vera fastur í sama farinu. Ég svosem hlustaði ekki á allan jóladiskinn hans en heyrði nokkur lög og fyrir mér voru þetta bara nákvæmlega sömu rólegu melódíurnar og hann gerir alltaf, nema til að gera þetta að jólalögum var búið að bæta við orðum eins og "jól", "gjöf" og fleira í þeim dúr. Ég er ekki að segja að hann fari neitt nálægt sæmilega flokknum, hann er miklu betri en það og er jafnvel nær því að vera á milli góða og frábæra flokksins - og þá nær góða hópnum en þeim frábæra. Mér finnst hann bara alltaf vera að gera það sama, enda er hann góður í því og kannski ætti hann bara að halda sig þar.

Hér enda ég svo á myndbandi með hljómsveitinni Muse. Enjoy.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Gæti ekki verið meira sammála þér! Bæði með Muse og með Stebba. Eins og hann (Stebbi) er frábært  söngvari og textasmiður þá þætti manni spennandi að heyra eitthvað nýtt. Mér verður stundum hugsað til Idolsins, þar segja dómarar iðulega að söngvararnir þurfi að spreyta sig á ólíkri tónlist og geta sýnt ýmsar hliðar.. ég er enn að bíða eftir að sjá hinar fjölmörgu hliðar Stefáns... en tek það þó fram að ég tel hann vera í hópi og bestu söngvara og einn snjallasta textasmið landsins þó hann hafi ekki enn sýnt þær.

Tryggvi F. Elínarson, 15.1.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband