Gott húsráð - sparnaðarráð

Um síðustu helgi heyrði ég af mjög góðu húsráði. Ef þú ert á annaðborð að spara með því að geyma kreditkortið heima (svo þú kaupir ekkert af impulse) - þá er ennþá betra að fylla glas af vatni, skella kortinu í glasið og skella inn í frysti. Þá getur maður ekki hlaupið heim og sótt kortið í flýti, heldur þarf maður að bíða þar til það þiðnar utan af því. Og þá fær maður nægan umhugsunarfrest um hvort maður virkilega hafi þörf fyrir hlutinn eða ekki :-)

0919-frozen-credit-card_li

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er mjög sniðugt ráð:) Sá þetta í mynd sem heitir Shopalcaholic (æi man ekki hvað myndin heitir akkúrat:þ) um daginn, algjör snilld.

 Kv. Sveinbjörg

Sveinbjörg M. (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 16:23

2 identicon

Sannir kortavinir læra nú líka bara að láta heita vatnið renna á kortið. Virkar fínt og enginn tími til umhugsunar ;)

Sóley Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 18:37

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Já ég vissi reyndar ekki af þessu með shopaholic myndina :)

En það er náttla hægt að hafa þetta í stórum ískubb þannig að það taki lengri tíma til að þýða utan af kortinu. Og þeir sem eru það slæmir að þetta virkar ekki ættu ekki að vera með kort :)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 27.3.2009 kl. 14:29

4 identicon

Þvílík snilld;) Hversvegna datt mér þetta ekki í hug!

Sunneva (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband