Á stærð við sex tommu subway

Meðgangan gengur mjög vel þessa dagana. Ég er alveg hætt að vera flökurt og orkan er öll að koma, þó það komi dagar þar sem ég verð þreyttari en ég veit ekki hvað. Ég er farin að finna fyrir því að það er eitthvað lifandi þarna inni því það lætur vita af sér reglulega með hreyfingum og spörkum :-) Bara gaman að því :-)

Það eina sem er farið að angra mig eitthvað er bakið, ef ég passa mig ekki fæ ég verki í mjóbakið. Svo það er betra að vera fyrr en seinni í aðgerðum, betra að reyna að koma í veg fyrir frekari verki heldur en að gera eitthvað í þessu þegar þetta er orðið slæmt. Er farin að sitja öðruvísi, beygja mig öðruvísi, liggja öðruvísi í rúminu o.þ.h. Ég vona bara að með þessum aðgerðum verði þetta ekki slæmt þegar á líður.

En hvað sem því líður, backpain or no backpain, mér líður rosalega vel, hreiðurgerðin er að hefjast og ég hlakka ekkert smá til. Vika í næsta sónar :-)

Já.. stærðin á fóstrinu er semsagt núna eins og sex tommu subway (las það á einhverri síðu hehe) :-)

Kem með bumbumynd í kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

p.s. bumbumyndir eru á facebook ;-)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 31.3.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband