Taubleyjur eða ekki taubleyjur

Þá er hér mynd úr sónar síðan 17. febrúar. Þá var ég komin 14 vikur og einn dag sem þýðir að í dag er ég komin 18 vikur og 1 dag :)

sonar Lauga
Lítill hann eða lítil hún

Veröldin er strax farin að snúast um væntanlegt barn að miklu leyti. Það er verið að pæla í barnadóti eins og vagni, húsgögnum, fötum, hvernig eigi að gera herbergið, byrjuð að prjóna og ýmislegt í þessum dúr.

Á laugardaginn fer ég svo á taubleyjukynningu.. það verður fróðlegt. Er mikið búin að velta fyrir mér hvort við eigum að nenna að standa í því. Tryggvi lagðist í smá rannsókn á netinu og komst að þeirri niðurstöðu að taubleyjur eru vissulega umhverfisvænni og fer að öllum líkindum betur með bossann á barninu. Peningalega séð er þetta svipað og einnota bleyjurnar (ýmiss falinn kostnaður eins og vatn og rafmagn og uppþvottaefni sem gleymist oft að telja með kemur auðvitað inní). Þannig að það sem eftir stendur er: er ég manneskja í þetta (hef átt nógu erfitt með að skipta á börnum hingað til, segja auðvitað allir að maður kúgast ekki af kúknum úr eign barni), og er ég tilbúin að fara að eyða heillöngum tíma í að þrífa kúkableyjur. Það fer slatta tími í það! Well.. ég hef nokkra mánuði til að hugsa mig um :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kauptu pappírsbleyjur.  Ég er sérfræðingur í bleyjuskiptum og fullyrði að pappírinn er miklu betri.  Ég skil ekki alveg þetta "umhverfisvæna" við taubleyjur.  Ef þú vilt vera reglulega umhverfisvæn þá áttu að hætt að nota dagblöð og aulglýsingabæklinga.  það kemur milklu meira af svoleiðis drasli inn á mánuði en þú munt nota á ári í bleyjum.  Annars áttu að skipta yfir í buxnableyjur þegar krakkinn er byrjaður að labba.  Það er mikið þæglilegra að skipta á buxnableyjum en venjulegum bleyjum.

Umfram allt:  ekki trúa orði  sem þessar náttúruvænu kellingar halda fram og hafa gert af einskonar trúarbrögðum.  Ég hef heyrt konu segja að blautþurrkur séu beinnlínis eitraðar fyrir barnið (hún notar eitthvað ólívu-olíu-rugl bleyttan í (nátturuvænni) baðmull.  

 Svo í lokin.  Dýru bleyjurnar eru ekkert endilega bestar.  Þær eru bara dýrari.  Ég kaupi oft bleyjur frá Euroshopper (sem eru helmingi ódýrari en Pampers eða hað þetta nú allt heitir) og þær eru bara fínar.  Oftast kaupi ég bleyjur frá ICA (sem er sænsk verslunarkeðja, áþekk og Hagkaup)

 -Good luck.  - You need it.. :)

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Takk fyrir þetta :)

Var einmitt búin að lesa þetta með Euroshopper bleyjurnar í neytendadálkinum hans Dr. Gunna, að þær væru bara með þeim betri

En já, trúi að mikið af þessu séu trúarbrögð  En þetta umhverfisvæna við taubleyjur er auðvitað að einnota bleyjurnar eru ansi margar og plast rotnar illa í umhverfinu. En á móti kemur að þegar maður er að þvo taubleyjurnar þá auðvitað notar maður eitthvað þvottaefni sem er ekkert síður slæmt fyrir umhverfið (ekki reyna að segja mér að það sé til eitthvað umhverfisvænt þvottaefni - þetta er allt eitur fyrir umhverfið). Þá er það spurning - hvort er verra, þúsundir einnota bleyja sem safnast upp á ruslahaugunum eða þvottaefni sem fer út í vatnið - og þá kannski vantar útreikningana fyrir hversu mikið þvottaefni maður notar í taubleyjuþvottinn og hversu eitrað það er og bla bla bla :)

Alveg hægt að pæla endalaust í þessu. En sakar ekki að fara á eitt stykki kynningu - ég er ekki ein af þeim sem lætur plata sig auðveldlega

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 17.3.2009 kl. 16:12

3 identicon

Systir mín hefur verið að nota bæði. Hún notast við taubleyjurnar þegar þau eru heima en á næturnar og svo þegar þau fara eitthvað nota þau pappírs. Það er bara alls ekki mikið vesen i kringum taubleyjurnar, það er líka alveg vesen í kringum pappírs. ÉG hef nú sossum ekki mikið vit á þessu en ég held að það sé ágætt að notast við bæði. En þetta með blautþurrkurnar þá er mín persónulega skoðun á því að þær séu hentugar þegar maður er á flandri með krakkann en þegar þú ert heima þá er alveg eins gott að vera með lítil þvottastikki og nota vatn , safna þeim svo saman í dall með vatni og þvo þær svo þegar er kominn slatti. Það á ekki að þurfa að nota blautþurrkur með einhverju kremefnum í á rassgötin á krakkann.. ekki erum við alltaf að nota blautþurkur á okkar eigin bossa...

Dísa (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Góðar athugasemdir Dísa. Hef þær á bakvið eyrað :) En rétt, ekki erum við að nota blautþurrkur á okkar eigin bossa haha :) Maður hefur nú líka séð hvað ofnotkun alls kyns snyrtidóts/krema/andlitsvatna/o.fl hefur á manns eigin húð, hvað þá á viðkvæma húð barna.

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 19.3.2009 kl. 10:52

5 identicon

Einnota bleyjur Guðlaug mín.  Ekkert meira um það að segja.

Hermann (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:10

6 identicon

Þessar taubleyjur eru algjör snilld, sé eftir að hafa ekki kynnt mér þær betur áður en ég átti einar, og svo bara svampar sem þú kaupir á 100 kall pakkann með hundrað svömpum í, í bónus, bæði hagkvæmt og einfalt og mun betra fyrir litla viðkvæma bossa.

páley (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband