Aftur í gömlu buxurnar

Mikið er ég fegin að ég vann markvisst að því að koma mér í gott form áður en ég varð ólétt. Ég var búin að grennast heilan helling og nokkrar buxur orðnar of stórar og komnar aftast í fataskápinn, og buxurnar sem ég hafði sjaldan eða aldrei komist í teknar fram.

Nú þegar bumban er farin að vaxa er ég hætt að geta verið í fínu grönnubuxunum og farin að taka gömlu buxurnar aftur fram. Sumar eru reyndar ekki nógu góðar því ég hef lítið sem ekkert fitnað á rassi og lærum og því pokast þær að aftan, en aðrar eru orðnar fínar á mér aftur. En það er þó stutt í það að ég geti ekki heldur notað þær nema ég fái mér einhverja svona framlengingu. Bumban virðist vera að taka eitthvað stökk núna :-)

Það styttist í að ég fari að setja inn bumbumyndir, ótrúlegt en satt þá er ég ekki ennþá byrjuð að taka neinar svoleiðis, ég sem ætlaði að vera alveg hrikalega dugleg við það. En það kemur mynd fyrir 19. viku (sem er næsta mánudag - vá hvað tíminn líður) :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aha þú meinar ég á semsagt ekki að fara með allar allt of stóru buxurnar mínar í Rauða krossin heldur geyma þær bara aftast í fataskápnum þar til kemur að þessu hjá mér:)

Fanney (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 10:30

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Jebbs, getur verið gott að eiga 2-3 pör aftast í skápnum. :-)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 22.3.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband