Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

"Stjörnuolía"

Hvernig væri að fitan úr öllu fólkinu sem fer í fitusog í Hollywood og nágrenni væri nýtt þar í landi (eða sko í USA)? Þá væri kannski hægt að fá sérstaka "stjörnuolíu".. "fitan úr Britney, fitan úr Lohan"*. Þessar stjörnur myndu þó líklega aldrei viðurkenna fitusog og því væri "stjörnuolían" aldrei viðurkennd sem slík.. en þó góð hugmynd. En örugglega hægt að láta bílaflotann ganga á þessu ansi lengi miðað við þann fjölda aðgerða sem eru framkvæmdar (ekki bara á stjörnunum sko).

*hef ekki hugmynd hvort þessar dömur hafa farið í fitusog þar sem ég fylgist lítið sem ekkert með stjörnufréttum. Aldrei að vita þó ;-)


mbl.is Fita endurnýtt sem eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hefði gefið þeim pylsurnar

þ.e. ef þeir gleymdu visakortunum.. bara fyrir showið að mæta þarna á þyrlunni. Hefði líka verið upp með mér að ferðalangarnir á þyrlunni hefðu gert sér ferð á minn stað bara til þess að fá sér pylsu :)


mbl.is Þyrlan nýtt í pylsukaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hlaup

Ekki nammihlaup þó.

Fór ekki 6 kílómetrana í gær þar sem ég hafði ekki tíma til þess. Fór þess í stað um 4.6 km. Fínasti hringur sem ég fann mér að hlaupa í gær heima, gæti farið hann tvisvar og þá er ég komin með rétt rúma 9km.

Ástæðan fyrir því að ég flaskaði á 6 kílómetrunum var óviðráðanleg. Tommi og fjölskylda sem búa í Kanada (úr fjölskyldunni hans Tryggva) millilentu á Íslandi og voru óvænt yfir nótt (millilendingavesen) og því var tekinn hittingur og grill með þeim, sér í lagi þar sem Tryggvi missir af því þegar þau stoppa á Íslandi í 4 daga á leiðinni til baka þar sem hann verður í Svíþjóð.

Ég s.s. fór aðra leið og fylgdist vel með klukkunni, fór í sturtu og hafði mig til og labbaði svo upp á holt til tengdó (sem er ca. 1.7 km) enda óþarfi að vera á tveimur bílum og eyða meira bensíni en þörf er á ;-) Fékk því óbeint mína 6km :-)

Ætla að hlaupa í hádeginu í dag.


Alveg hundleiðinlegt blogg

Ég skil það vel ef fólk nennir ekki að lesa bloggið mitt þessa dagana. Ekkert nema heilsutal og mataræði.. myoplex og hlaupafréttir.

En það sem ég ætlaði að segja er að þetta myoplex duft er að venjast. Það var ógeðslega vont á mánudaginn. Ekki eins vont í gær og í dag var það bara sæmilegt, svo sæmilegt að ég þurfti ekki að pína það ofan í mig. Kannski verður það orðið gott í lok vikunnar. Hvort þetta er vegna þess að það er vont en það venst, eða ég er að blekkja sjálfa mig veit ég ekki, er bara fegin að það skánar.

Annars var ég bæði dugleg og ekki dugleg í gær. Dugleg í þeim skilningi að ég bar olíu á garðborðið okkar svo það sé hægt að fara að nota það og svo það skemmist ekki. Ætla að setja aðra umferð á það í dag þegar ég kem heim og jafnvel þá þriðju á morgun. Ekki dugleg í þeim skilningi að ég nennti ekki út að hlaupa. Skamm Lauga. Ég ætla þó að fara að hlaupa í dag þegar ég er komin heim og búin að fara út í búð. Ætla þá að hlaupa nýjan hring sem eru rúmir 6 kílómetrar að heiman. Verst hvað þessi leið er bara engan veginn falleg, allavega ekki strandgatan í hfj auk þess að það er mikil umferð á henni. Ætla annars að byrja á að hlaupa í hádeginu í laugardalnum - fer í það á föstudaginn, jafnvel á morgun OG föstudag. Það er sko fallegur staður til að hlaupa. Ef einhvern langar að joina mér í hlaupatúra í laugardalnum í hádeginu er félagsskapur alltaf vel þeginn.


Dagur 3

Og sjitt hvað mér líður vel! Ég er aldrei svöng og ég er aldrei of södd. Bara passleg. Stundum þarf ég meira að segja að minna mig á að borða svo ég gleymi því ekki (sem þýðir að síðasti skammtur á undan var aðeins of stór - máltíðin á að vera hnefastór).

Ég nenni að sjálfsögðu ekki að elda mér eitthvað fyrir hverja einustu máltíð (sem ég hef auðvitað ekki tíma fyrir heldur - gæti reyndar eldað fyrirfram en ég nenni heldur ekki að borða kjúkling, fisk eða steik í hvert mál) svo þá er gott að fá sér "meal replacement". Við notumst bæði við Myoplex duft og Myoblex bar. Duftið er hreint út sagt ógeð. Maður þrælir því í sig jú en ekki við mikinn fögnuð. Ógeðslegt duftbragð.. þó vanillubragðið og súkkulaðibragðið sem slíkt sé fínt, þá er samt þetta ógeðslega duftbragð. En hinsvegar þá eru Myoplex stykkin alveg geeeeðveikt góð. Bara eins og nammi! Ég hef oft smakkað allskonar svona prótein stangir og rusl sem er ógeðslega vont, súkkulaðið eins og þurrt ég veit ekki hvað og bara ekkert gott. En ég ætlaði varla að trúa því þegar ég smakkaði þetta hvað þetta væri gott. Vá. Bara æðislegt.

Eftir þessa 3 daga í body-for-Life og semi-holla lífernið sem var þar á undan þá líður mér svoooo vel og ég finn hvað ég er að styrkjast og eflast með þessu mataræði og þeirri hreyfingu sem ég er að fá (og alltaf að auka við). Ég fer í golf, hleyp, hjóla og fer í curves. Á sunnudaginn hjóluðum við Tryggvi upp í reit hjá afa hans og ömmu þar sem öll fjölskyldan var að hjálpast til við að slá grasið, klippa trén, vökva - ég játa reyndar að ég sat bara og sleikti sólina og spjallaði við fólkið, en Tryggvi fór með afa sínum fyrir trén og klippti það sem klippa þurfti. (Reiturinn er rétt fyir utan Hvaleyrarvatn..). Hjóluðum frá holtinu (þar sem móðir Tryggva býr), í N1 þar sem við pumpuðum í dekkin og svo upp í reit, og svo aðra leið til baka, fram hjá Hvaleyrarvatni. Allt þetta var um 14.5km. Ekki slæmt.


Ég ætla að veðja á að honum takist þetta á 0 klst

Mér finnst þetta svolítið skringilega áætlað að ætla að synda á 0 - 16 klst. Hvernig ætlarðu að synda yfir Ermasundið á 0 klst? Á ofurhraða kannski. Ef hann er ekki eins vel upplagður þá syndir hann kannski löööööturhægt (miðað við hvernig hann syndir á ofurhraða allavega) og nær þessu á 16 klst Tounge

En að öllu gríni slepptu þá finnst mér þetta frábært hjá honum. Go Benedikt Smile


mbl.is Benedikt Hjartarson stefnir á Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá hefst það

84 dagar af heilsusamlegu líferni.

Jú ég býst nú við að eftir þessa 84 daga verði þessu heilsusamlega líferni haldið áfram en í dag er 1. dagurinn af okkar eigin Body-for-LIFE áskorun. Og í verðlaun er ferð til Indlands.

Og hvað felst í þessu? Við Tryggvi byrjuðum á því að taka "fyrir" myndir af okkur (sem eru þó ekki fyrirmyndir okkar hehe). Svo mældum við okkur og eftir það skrifuðum við niður matseðil vikunnar máltíð fyrir máltíð. Henni verður fylgt eftir í einu og öllu! Sem þýðir að ég ætla að hætta að borða matinn í vinnunni og koma með minn eigin mat. Þrjár klst á milli máltíða sem allar eru rétt samansettar af prótíni, kolvetni og fitu (góðri fitu). Auk þess munum við halda áfram að hreyfa okkur eins og við höfum verið að gera - nema við aukum við æfingarnar og setjum meira "fútt" í hverja æfingu svo við fáum sem mest út úr þeim.

Þessi viku matseðill sem við gerðum er fyrir sex daga. Sjöundi dagurinn er frjáls dagur (hjá okkur laugardagur), þá má maður hvað sem er (og auðvitað er manni frjálst að halda áfram í holla fæðinu ef vill - nú eða fá sér kökur og gos ef vill). En hinir sex dagarnir eru mjög strangir. So people, bear with us! Það er ástæða fyrir því að við borðum ekki kökurnar ykkar ef þið bjóðið okkur í kaffi. Nothing personal.

Þetta munum við gera í 12 vikur, 84 daga. Og gangi okkur vel þá munum við verðlauna okkur með því að leyfa okkur að fara á heimsþing JCI í Indlandi í nóvember. Ekki slæmt það :-)

Við hefðum líka skráð okkur í body-for-LIFE keppnina hefðum við getað það. Þessi íslenska, líkami fyrir lífið er ekki lengur í gangi og þessi bandaríska er bara fyrir bandaríkjamenn. En þess í stað erum við bara með okkar eigin keppni :-) Indland baby yeah!

Mín fyrirmynd er þessi kona. Hún er 2cm hærri en ég og þegar hún byrjaði var hún 4kg léttari en ég er í dag. Og í dag er þessi kona geðveikt flott! Ég ætla að verða svona flott :-) Og ég hlakka geðveikt til. Þá mun ég passa í fínu brúnu dragtina sem ég hef aldrei farið í (jú ég hef reyndar nokkrum sinnum farið í buxurnar sem þá voru svolítið þröngar en ég kemst ekki í í dag). Og þá kemst ég í fína silkikjólinn sem var saumaður á mig í Tælandi. Og þá get ég verið í honum á gala kvöldinu á JCI þinginu í Indlandi :-D

Vá hvað ég hlakka til :)

 

p.s. Hljóp 5.5 km í Laugardalnum á fimmtudag :)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband