19.5.2008 | 19:39
Biðin langa
Enn er verið að bíða eftir litlu frændsystkini. 40 + 6 dagar og ekkert komið enn.
Spurning hvort bróður mínum hafi dottið þessi aðferð í hug við að fá barnið til að koma út
Verður gaman þegar það loksins lætur sjá sig :) Það verður þá barnabarn nr. 10 hjá foreldrum mínum. Bræður mínir 3 hafa verið duglegir í gegnum árin.. ég er ekki enn byrjuð :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2008 | 13:31
Tónleikar og veikindi
Á fimmtudag var ég búin á því í skrokknum eftir hjólreiðar, hlaup og curves æfingar vikunnar. Svo að ég ákvað að fara á bílnum í vinnuna og hvíla skrokkinn. En neeeei.. þá fór að örla á kvefi og hálsbólgu. Jæja.
Á miðvikudaginn höfðu mér áskotnast miðar á tónleika Amiinu (vinnufélagi sem vann miðana en var að fara til Ítalíu á fimmtudagsmorgun gaf mér miðana - veii). Við Tryggvi fórum því á tónleika í Hafnarhúsportinu (Listasafn Reykjavíkur) og voru þeir mjög skemmtilegir. Það var bara allt flott við þá, ekki bara tónlistin sjálf heldur einnig uppsetningin á sviðinu og lýsingin. Margt frumlegt og flott þar á ferð. Tónlistin var mikið svona sírenutónlist - nútíma Enya en miklu flottari. Sá oft fyrir mér álfa og huldufólk og fannst tónlistin oft hæfa einhverju eins og Lord of the Rings. Mjög flott tónlist. Fyrir þá sem ekki vita þá er Amiina hljómsveit með fjórum stúlkum sem nota mjög óhefðbundin hljóðfæri, sagir, glös með vatni í og önnur heimasmíðuð hljóðfæri, og svo auðvitað líka hefðbundin hljóðfæri eins og raddir, hörpu og harmonikku. Með þeim á þessum tónleikum var svo strengjasveit, blásarasveit og Kippi Kaninus. Virkilega flottir tónleikar!
Á föstudag var farið að bæta í kvefið og hálsbólguna og því var aftur keyrt í vinnuna. Hafði einnig samband við hlaupaþjálfarann í astma-maraþon verkefninu hvort ég ætti ekki að fresta hlaupinu á laugardag - sem hún mælti með. Ekki hlaupa með kvef og hálsbólgu - sérstaklega þegar maður er með vott af astma. Þannig að ég afskráði mig úr því.
En föstudagskvöldið var hápunktur helgarinnar. Tónleikar með Jet Black Joe, gospelkórnum o.fl. Þeir voru alveg magnaðir. Það var tríó frá "eyjunni í suðri" sem hitaði upp. Þau tóku nokkur coverlög og stelpan var með alveg hreint magnaða rödd þó hún væri kvefuð (sem heyrðist aðeins í einu lagi þar sem röddin brast á háu tónunum). Held hún hafi einhverntíma keppt í ædolinu.
Svo kom Palli á svið ásamt Gospelkór Reykjavíkur og að ég held mezzoforte bandinu og þau tóku nokkur gospellög. Svo brá Palli sér bakvið til að fara í leðurbuxurnar og á meðan hélt Gospelkórinn áfram.
En svo byrjaði fjörið - Jet black joe í fullu fjöri og ekki búnir að gleyma neinu. Gospelkórinn söng stundum með þeim og var það oftast mjög flott. Sigga Guðna [s.s. EKKI systir hans, fannst Tryggvi segja það við mig..fannst það skrýtið en hvað veit ég :)] kom og söng lagið sitt og hún var sko heldur ekki búin að gleyma neinu, þvílík rödd í stelpunni. En Palli skemmti sér alveg konunglega og ég held að hann hafi barasta ekki viljað hætta hehe hann var að fíla sig svo á sviðinu.
Tónleikarnir voru alveg stórskemmtilegir og ég sé ekki eftir að hafa dröslað mér þangað drullukvefuð og snítandi mér í öðru hverju lagi.
Annars hefur helgin bara verið róleg - legið heima og æft mig fyrir ræðukeppni milli þess sem ég ligg í sófanum og horfi á eitthvað skemmtilegt efni. Reyndar ekki gaman að æfa ræðuna með röddina svona "góða" en ég verð að æfa mig - keppnin er í byrjun júní og því stutt í hana.
Bloggar | Breytt 20.5.2008 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 20:57
14.6 km á 1:12
Í morgun tók ég hjólið með mér í strætó. Hjólaði niðrí fjörð (2.6km) og úr strætó í Borgartúnið (2.2km). Tryggvi fékk mig af því að hjóla í vinnuna í morgun því ég vissi ekki hvað það tæki langan tíma. En núna veit ég það þar sem ég hjólaði úr vinnunni og heim. Úff púff. 14.59 km á rúmri klukkustund. (nú eigið þið að segja úúú vááá í aðdáunartón) Á leiðinni tóku margir hjólreiðamenn fram úr mér. Vanir hjólreiðamenn. Þeir voru í pro hjólreiðagöllum og sumir í skærgulu vesti. Ekki vitlaust að vera í svoleiðis í þessari umferð. En já, þetta var mjög erfitt fyrir konu eins og mig - ekki í neinu formi, með þoltölu upp á 30 (sem flokkast sem "slakt") og hefur ekki hjólað í mörg ár. Kópavogur og Garðabær voru sérstaklega erfið. Ekki lítið erfitt að komast upp þessar brekkur, og svo voru þetta svo miklar krókaleiðir eitthvað. En á móti þá gat maður látið sig renna niður aftur :)
Eini kaflinn þar sem eru engir stígar eða neitt gott til að hjóla á er hjá Fjarðarkaup. Frekar lélegt. En annars voru fínir stígar alla leiðina.
Jæja... spurning hvort maður hjóli í vinnuna á morgun eða úr.. eða bæði??
Og svo er það önnur spurning - hvernig á mér eiginlega eftir að ganga í 7.5 km hlaupi á laugardaginn :|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 14:55
Námskeið námskeið námskeið
Það mætti halda að ég væri námskeiðssjúk... kannski bara er ég það :) Ég veit ekki hvað ég er búin að fara á mörg námskeið síðustu vikur/mánuði, stutt og löng. Þau eru ansi mörg. Næsta námskeið sem ég fer á er tímastjórnunar námskeið sem Tryggvi kennir. Þar á eftir ætla ég svo á námskeið sem mig hefur lengi langað á og núna er síðasti séns og þá ekki annað að gera en að skella sér.
Það mun vera námskeiðið Þú ert það sem þú hugsar hjá Guðjóni Bergmann.
Á vefnum segir um það sem maður lærir:
- Lærðu meira um það hvernig hugurinn starfar og hverju þú getur stjórnað.
- Lærðu að nýta þér streitu til framdráttar en draga á sama tíma úr neikvæðum áhrifum hennar.
- Lærðu að byggja upp sjálfstraust með því að setja þér markmið og efla jákvætt hugarfar.
- Lærðu að koma lífinu í betra jafnvægi með því að skilja hinar sjö mannlegu þarfir.
- Lærðu einfalda hugleiðsluaðferð til að þjálfa upp einbeitingu og auka afköst.
Þetta er mjög spennandi og ég hlakka mikið til að fara :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2008 | 13:17
Ég er byrjuð
Vinnan tekur þátt þetta árið og erum við með tvö lið í keppninni. Ég er liðsstjóri PIC (prostitute information center) og Hrönn er liðsstjóri CIC (cannabis information center) og eru 6 manns í hvoru liði, sem þýðir að rétt rúmlega helmingur fyrirtækisins tekur þátt.
Ég á ennþá eftir að redda mér hjóli, hef væntanlega ekki tíma til þess fyrr en annaðkvöld (s.s. fara inn í bílskúr hjá tengdó og tékka á gamla hjólinu hans Tryggva) en þangað til fer ég í strætó að Kringlunni og geng þaðan. Eftir það mun ég líklega taka strætó hluta leiðarinnar og hjóla restina.
Í dag labbaði ég 2.7 kílómetra í vinnuna og annað eins mun eiga sér stað á heimleið :)
![]() |
Hjólað í vinnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 09:03
Amsterdam Part III and IV
Amterdam Part III
Á laugardaginn vöknuðum við mjöööög seint. Tókum okkur líka bara góðan tíma í að koma okkur framúr og vorum ekki komin út úr herberginu fyrr en um rúmlega kl. tvö. Við röltum af stað niðrí bæ og fundum okkur eitthvað gott að borða (sem var reyndar bara sæmilega gott - líklega það minnst spennandi sem við fengum að borða í ferðinni - bara venjulegur matur).. Heyrðum svo í Valdísi sem var nýbúin að skoða The Amsterdam Dungeon sem við ákváðum að fara að skoða. Þar fékk maður sögulegar heimildir um hin myrku ár, sett fram á mjög leikrænan og skemmtilegan máta. Það voru leikarar sem voru alveg í karakter sem leiddu okkur um staðinn og fræddu okkur um t.d. The Council of Blood, Spænska rannsóknarréttinn, þrælasölu á báta o.fl. Mjög skemmtilegt.
Eftir þessa ferð var farið heim að gera sig kláran fyrir matinn, við vorum búin að panta borð á mjög spennandi stað. Þurftum við að taka leigubíl þangað (sem er frásögum færandi þar sem maður heldur sig venjulega bara í miðbænum - nema maður sé að fara eitthvað spes eins og við vorum að gera). Við vorum fjögur sem fórum þangað, við Tryggvi og svo Ragnheiður (framkvæmdastjóri) og Logi (maðurinn hennar).
Staðurinn sem við fórum á heitir ctaste og þar borðar maður matinn í kolniðamyrkri. Þjónarnir eru nánast eða alveg blindir sem gerir þá líklega hæfari en aðra til að labba um myrkvaðan salinn og þjóna fólki. Þegar við komum á staðinn var tekið vel á móti okkur og við fengum sæti í forrými (sem var bjart) þar sem við fengum okkur fordrykk. Þar var conceptið útskýrt fyrir okkur. Myrkvaður salur, gátum geymt veski o.þ.h. í læstu öryggishólfi frammi (m.a. svo við týndum því ekki í myrkrinu), við fengjum einn sérstakan þjón sem þjónaði okkur allan tímann og var mælt með að við lærðum nafnið hans ef eitthvað kæmi uppá eða ef okkur vantaði þjónustu (eða okkur vantaði á klósettið). Þjónarnir eru með bjöllu á sér svo við heyrum alltaf þegar þeir eru nálægt. Við völdum okkur surprice menu og eftir það vorum við leidd inn í salinn. Já - leidd.. við bjuggum til halarófu og byrjuðum á að fara í gegnum hrúgu af tjöldum, sem halda birtunni úr forrýminu frá salnum. Þegar inn var komið var kolniðamyrkur. Svartara en maður hefur nokkurntíma fundið fyrir. Ekki ein glæta. Okkur var vísað til sætis og tók hann í hendurnar á okkur og setti þær á stólinn okkar. Útskýrði svo fyrir okkur hvað væri á borðinu, tvenn hnífapör (forréttur og aðalréttur) og undir þeim servíettan. Hann mælti svo með að við settum servíettuna bara á okkur eins og svuntu eða smekk :) Já kannski betra því maður vissi ekkert hvort maður væri að fara að sulla eða ekki.
Þetta var mjög sérstakt - vægast sagt en alveg ofboðslega skemmtileg lífsreynsla sem ég ætla pottþétt að prófa aftur þegar ég hef tækifæri til (svona staðir eru t.d. í Berlín líka). Ég var komin með system á hlutina, vatnsglasið var vinstra megin og vínglasið hægra megin. Það kom nokkrum sinnum fyrir að maður setti tóman gaffal upp í sig sem var mjög fyndið. Glösin sem við fengum voru sko engin venjuleg vínglös á fæti, það hentar líklega mjög illa. Við fengum vínið (og vatnið) í litlum sætum mjólkurglösum. Minni hætta á að velta þeim :) Svo var það að giska á hvað við vorum að borða. Það var mjög skemmtilegt. En við fundum strax á lyktinni þegar eftirrétturinn kom hvað það væri, áður en við smökkuðum.. súkkulaðikaka.
Já, eins og ég segi, virkilega skemmtilegt :)
Eftir þetta hittum við fólkið okkar á Rembrandt torgi og fengum okkur einn bjór með því áður en við fórum heim að sofa.
Amsterdam Part IV
Síðasti dagurinn. Jafnframt fyrsti dagurinn sem við fengum okkur morgunmat, líklega þar sem við þurftum að vakna snemma :) Pökkuðum niður dótinu okkar og héldum niðrí lobbý þar sem við tékkuðum okkur út og hittum fólkið okkar. Skáluðum fyrir okkur í kampavíni og rétt áður en við héldum af stað út í rútu fattaði ég að við höfðum gleymt vegabréfunum okkar og fleira mikilvægu dóti í öryggishólfinu uppi á herbergi. Úps, ég fékk að fara inn í herbergið og sækja það, bara eins gott að ég fattaði það strax þarna en ekki þegar við vorum komin upp í rútu á leiðinni út á völl.
Heimferðin var fín, betri flugvél en á leiðinni út og þægilegra viðmót hjá áhöfninni.
Alltaf gott að koma heim þó ferðin hafi verið ofboðslega ánægjuleg og ég hefði alveg viljað vera lengur og skoða meira. Amsterdam er borg sem ég fer pottþétt aftur til og eyði lengri tíma í. Mæli með henni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 09:47
Amsterdam part II
Dagur tvö í Amsterdam. Sváfum út og tókum því rólega. Stefnan var svo tekin í Rembrandt húsið og röltum við áleiðis þangað og þegar við nálguðumst var byrjað á að fá sér að borða. Virkilega góð klúbbsamloka þar á ferð. Svo var haldið aftur af stað en hvergi fundum við húsið. Tókum upp kortið og áttuðum okkur þá á því að við vorum á bandvitlausum stað. Á kortinu voru einhverjir númeraðir punktar og vorum við á rétta númerinu en vitlausum lit. Við vorum s.s. hjá einhverjum veitingastað en rembrandt húsið var allt annarsstaðar. Svo við röltum bara áleiðis að daam torgi og fórum þaðan á verslunargötuna. Mjög mikið mannlíf þarna. Kíktum í 2-3 búðir en keyptum ekkert nema sólgleraugu. Vorum ekki í neinu verslunarstuði, sérstaklega þar sem þetta er svipað dýr borg og hér. Gætum alveg eins farið í Kringluna og verslað þar. Tókum því bara rólega röltið á þetta og skoðuðum mannlífið og fengum okkur bjór.
Hér sést mannlífið í kínahverfinu (þar sem við héldum að rembrandt húsið væri) og svo almenningsklósett - útipissuskálar fyrir karlmenn. Maður hélt sig frá þeim þar sem lyktin var meira en lítið ógeðsleg.
Eftir rölt um bæinn og skoðun mannlífs var svo haldið upp á hótel að gera sig kláran fyrir árshátíðina. Hittumst við öll niðri í lobbýi og var svo rölt á Supperclub, sem var sko ekki auðvelt að finna. Bara af því að Logi hafði skoðað staðsetninguna nákvæmlega í Google Earth, þá fundum við staðinn sem var í mjög þröngri hliðargötu og lítið sem ekkert merktur. En þangað komumst við á endanum og var okkur vísað í kjallarann þar sem salurinn okkar var. Svartur leðurbólstraður salur með handjárnum hangandi um allt og rúm í staðinn fyrir borð og stóla. Mjög flottur staður.Á Supperclub hófst svo rífandi stemning, allir mingluðu rosalega vel, maturinn var góður og skemmtiatriðin góð. Maturinn var borinn mjög skemmtilega fram og það fyrsta sem við fengum var lauksúpa í glerflösku með röri.
Það var mjög skemmtileg reynsla að vera bara í rúmum og myndaðist voða kósý stemning. Sumir lágu uppi í rúmi, aðrir sátu og aðrir stóðu og spjölluðu. Einn sofnaði meira að segja í einu rúminu :) Klósettin þarna voru unisex, annaðhvort fyrir samkynhneigða eða fyrir gagnkynhneigða. Ég verð nú að játa að það var ekkert sérlega þægilegt að ganga inn á klósett þar sem voru nokkrir karlmenn á pissuskálunum, ganga framhjá þeim og inn á bás. En maður lét sig auðvitað hafa það. Speglarnir á klósettunum voru líka hálfgagnsæir svo ef maður var að varalita sig þá sá fólk fyrir utan klósettið það. Mjög spes. En staðurinn var mjög skemmtilegur og mikil upplifun, maturinn var góður nema hvað að það tók allt of langan tíma að servera matinn, sjö smáréttir á fimm klukkutímum er ekki að gera sig. Margir misstu af 1-2 réttum og sumir fóru bara á steikarhús eða subway. En allt fyrir utan matinn var algjör snilld.
Eftir árshátíðina var rölt og leitað af klúbbi eða góðum stað til að halda áfram djamminu. Hann fannst ekki á fyrsta stað sem við leituðum og tókum við þá hjólataxa yfir í rauða hverfið í von um að það væru skemmtilegir djammstaðir þar. En það var allt að loka kl. 03.00 svo við létum okkur nægja að fara bara heim að sofa.
Skötuhjúin á góðri stundu eftir árshátíð - Tryggvi með hattinn hans Níelsar sem fer honum bara nokkuð vel :) Kannski maður kaupi svona hatt á kallinn :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2008 | 09:26
Amsterdam - Part one
Ferðin til Amsterdam var frábær.
Ætla að koma hér með ferðasöguna í þremur hlutum (einn fyrir hvern dag, sunnudagurinn tekinn með laugardeginum).
Dagur 1 - Fimmtudagur 1. maí.
Vaknað snemma til þess að fara út á völl, tékkuðum okkur inn í rafrænu check-in sem var algjör snilld. Þurftum því ekki að bíða í mjög langri röð til þess að komast í það og svo önnur stutt röð til að skila af okkur töskunum.
Og í fyrsta skipti í ég veit ekki hvað langan tíma (væntanlega þar sem ég ferðast alltaf með lággjaldaflugfélögum) þurfti ég ekki að fara í hlið sem var langt að ganga í, við vorum barasta í hliði 1. Flugvélin sem við fórum í var þó ekki sú besta, minna pláss heldur en í express vélunum, mjög lítið fótapláss!
En út komumst við heil á húfi. Miður dagur í Amsterdam og byrjað á því að koma sér fyrir inni á herbergi. Hótelið, Radisson Sas, var mjög flott. Það er byggt úr mörgum gömlum húsum og lobbýið er yfirbyggt með glerþaki. Við vorum á efstu hæð í lægsta húsinu (3 hæðir, hin voru 4 hæðir) og fengum mjög flott og kósí herbergi.
Þessi dagur var tekinn mjög rólega. Röltum aðeins um bæinn og fengum okkur að borða. Fundum okkur svo flottan stað til að borða um kvöldið sem við sáum í blaði uppi á hóteli. þar komu Inger og Níels og hittu okkur. Maturinn þar var alveg frábær og stóðst allar væntingar (set inn myndir síðar, jú ég tók nú líka myndir af fólkinu ).
Eftir matinn kíktum við aðeins í rauða hverfið sem var mjög áhugavert. Konur í öllum gluggum (í sumum tilfellum mjög ungar og maður spurði sig hvort hún hefði aldur) og sumsstaðar dregið fyrir sem þýddi auðvitað að þar væri eitthvað action í gangi. Á einum stað sáum við að það var hópur af karlmönnum fyrir utan og fórum að velta fyrir okkur hvað væri í gangi þar. Þegar við komum þar að var löng biðröð af mönnum á leið inn og við heyrðum svo "only five euros"... Ok semsagt eitthvað tilboð í gangi..
En jæja, eftir að við höfðum skoðað okkur aðeins um þarna var haldið heim að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 09:56
Þrjár góðar bækur
Í gærkvöldi var lokakvöld í Dale Carnegie. Síðustu 12 vikur hef ég verið að aðstoða þjálfara og eytt kvöldinu með frábærum konum. Ég var með tárin í augunum þegar við vorum að kveðjast því við erum margar búnar að tengjast sterkum böndum. Stelpurnar höfðu plottað og gáfu okkur aðstoðarmönnunum og þjálfaranum gjafir. Hver millihópur gaf sinni konu (s.s. ég fékk frá mínum millihóp) áritaða bók, og allar konurnar saman gáfu Láru þjálfaranum. Þetta er mjög falleg og skemmtileg bók um það hvernig vatn kristallast misjafnt þegar það er fryst eftir því hvernig er talað við það eða hvort það er nálægt örbylgju eða farsíma eða hvernig tónlist er spilað fyrir það. Þetta var einhver svakaleg rannsókn sem var gerð og það sem kom út úr henni er alveg stórmerkilegt, þegar var talað fallega við vatnið þá kristallaðist það mjög fallega og einmitt öfugt ef óyrðum var hreytt í það. Það er hægt að lesa um þetta hér: http://www.life-enthusiast.com/twilight/research_emoto.htm
Þegar ég kom heim í gærkvöldi beið mín lítill pakki sem ég mátti opna strax og blómvöndur. Í kortinu utan á pakkanum stóð að þetta væri "fyrirafmælisgjöf" og alvöru pakkann fengi ég síðar. Í pakkanum var svo bókin Ungfrú Stríðin :) Já það er nafn á mig með rentu - ég setti reglu heima hjá mér, bannað að stríða eftir kl. 22 - ekki af því að það væri alltaf verið að stríða mér heldur svo ég hafi einhver mörk á stríðninni minni :) Þetta var semsagt pakki frá Tryggva.
Í morgun beið mín svo pakki í bréfalúgunni. Kortið var mjög skemmtilegt, utan á því stóð "Hamingjuóskir á brúðkaupsdaginn". Smá húmor þar :) Inni í kortinu voru svo stutt og góð skilaboð, "Til hamingju með afmælið litla systir, þinn stóri bróðir". Og inni í bakkanum var bókin Hugmyndabókin (The idea book), 250 blaðsíður af hugmyndum og 250 auðar blaðsíður fyrir hugmyndir. Snilldarbók með allskonar góðum hugmyndum sem fær mann til að hugsa og með áskoranir um að fara út fyrir kassann. Algjör snilld :) Takk Hermann og Júlía :)
Já, afmælisdagurinn er fallegur þó það sé kalt og rok en framtíðin er björt og lífið er rétt að hefjast :)
Það verður skálað í vinnunni í dag (reyndar ekki í tilefni af afmælinu mínu - en þó skemmtilegt að allir í vinnunni séu að skála þennan dag). Í síðustu viku kom yfirmaðurinn með lítinn kæliskáp, límdi á hann logo Loka og Genius, setti inn í hann 3 freyðivínsflöskur, setti miða inn í hann þar sem stendur 30.4.2008. Lokaði honum svo, setti keðju utan um hann og lokaði með hengilás. Það á semsagt að fara að fagna einhverjum áföngum. Ekki leiðinlegt það. Ég er að hugsa um að fara út í búð og kaupa kex og osta og kannski kavíar í tilefni afmælisdagsins því það passar betur við freyðivín heldur en gúmmelaðikökur.
Amsterdam eftir ekkert of langan tíma..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.4.2008 | 23:26
Amsterdam
Í gær komst ég að því að ég er á leiðinni til Amsterdam í árshátíðarferð með vinnunni. Ekki amalegt það.
Það er semsagt búið að halda okkur í "myrkrinu" í ansi langan tíma með hvert við erum að fara en í gær var ratleikur þar sem við fengum að komast að því í lokin hvert við færum. Ferlega skemmtilegur ratleikur nema hvað að ég er að drepast úr harðsperrum núna eftir öll lætin (hlaupa út um allan bæ).
En mikið hlakka ég til að heimsækja Amsterdam :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)