Hann byrjaði..

Já einmitt... þetta er lausnin. Beita ofbeldi á móti ofbeldi.
Það eru alveg tvær sögur þarna. Fólk sem segir að lögregla hafi verið allt of harkaleg, lögregla sem segir að það hafi þurft að grípa til aðgerða vegna stórnleysi í fólki.
Hver svo sem átti upptökin, þá hefði þetta aldrei átt að enda í einhverju ofbeldi.
Saga sem ég las um að "steinakastarinn" (sem var svo víst ekki steinakastarinn) hafi verið eltur uppi af fimm lögreglumönnum, barinn og sparkað í hann er ekki falleg. Þannig hegðun löggæslumanna á sannarlega ekki rétt á sér og hefur skemmandi áhrif á virðingu gagnvart henni í heild. Þannig löggæslumenn þarf að taka alvarlega á teppið.
En svo eru það þessi skrílslæti sem voru á staðnum. Hvað í ósköpunum var það? Hvað er málið með að henda eggjum í lögregluna? Hvað hefur það eiginlega upp á sig? Hvað hefur það líka upp á sig að ráðast á lögregluna eins og ég sá nú glögglega í útsendinunni hjá rúv?? Það á ekki rétt á sér heldur.
Hvort sem lögreglan hefur beitt einhverri valdníðslu eða ekki, er þá rétta svarið að beita ofbeldi til baka?
Minnir mig eiginlega á slagsmál í leikskóla. "Hann byrjaði!" - "Nei hann byrjaði"
mbl.is Grjótkastari segir lögreglu hafa sýnt valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar tölur

Jæja jæja.. ætla að skella einu "heilsu"bloggi hér inn. Er hvort eð er alveg hætt með "heilsu"bloggið á "heilsu"blogg síðunni.

15. janúar fór ég í heilsufarsmælingu í upphafi átakskeppni í vinnunni. Þar mældist ég ekkert sérlega vel. Jú blóðsykur og kólesteról var fínt en þol, þyngd og fitu% var ekki gott. Ég fékk þó engan fílukall, bara :| og :) kalla.

Til þess að taka á þessu fór ég að hlaupa. Enda er ég að æfa fyrir maraþon (stefni á 10km). Viðurkenni þó fúslega að ég hef ekki verið dugleg en hef þó ekki setið eins mikið á rassinum og ég hefði gert annars (eða áður).

Í morgun fór ég svo í seinni heilsufarsmælinguna. Úff. Já Úff. Það eina sem ég get sagt. Það mætti halda að ég hafi ekki verið að gera neitt. Jú, einn :| breyttist í sem sést í þolinu - þannig að öll þessi hlaup hafa þá verið að skila einhverju smá:)

Hér koma tölurnar:

15.1.200822.4.2008
Þyngd/Bmi68.6/26.5:|71.3/27.5:|
Fituhlutfall(%)36.6:|36.9:|
Mittismál81:)81:)
Blóðþrýstingur105/70:)100/70:)
Kólesteról4.89:)4.31:)
Blóðsykur4.9:)4.5:)
Þoltala27.5:|31:)

Og þar hafið þið það.. spurning hvort maður þurfi ekki að gefa í núna ef maður ætlar að taka þátt í maraþoni!


Brjóstsykursgerð

Í gærkvöldi var ég með lítið brjóstsykursgerðarnámskeið fyrir vinnufélaga og verð ég með annað eins í kvöld. Í næstu viku verð ég svo með námskeið í brjóstsykursgerð fyrir JCI félaga.

Eftir það hugsa ég að ég opni fyrir brjóstsykursgerðarnámskeið fyrir almenning. Þetta er bara svo skemmtilegt og ef fólk byrjar að læra brjóstsykursgerð í sumar, þá hefur það nægan tíma til að spá og spökulera og kaupa sér brjóstsykursgerðarkit fyrir jólin.

Ég veit að ég ætla að gefa svolítið af brjóstsykri í jólagjafir.

Það er líka hægt að gera svo mikið í brjóstsykurgerðinni ef maður leyfir huganum að fara á flug. Lára kokkur var með allskonar funky hugmyndir í gær og voru vinkonur hennar aðeins að halda aftur af henni :) En í gær gerðum við appelsínubrjóstsykur, grænan hálsbrjóstsykur með salmíakbragði, lakkrísbrjóstsykur með lakkrís/salmíakblöndu utan á og svo bleikan anísbrjóstsykur með lakkrís/salmíak fyllingu (sem tókst misvel en fallegur var hann og bragðgóður). Græni hálsbrjóstsykurinn var geggjað góður þó það hefði mátt vera meiri mentol kristallar í honum..

En brjóstsykursgerð er afskaplega skemmtilegt sport og ég mæli með að þá sem langa að prófa setji sig í samband við mig og komi á námskeið hjá mér :)


Fyrsti bikarinn minn

..er sko engin smásmíði. Risastórt þungt flykki sem ég er afskaplega stolt af. Reyndar er þetta farandbikar svo ég fæ hans aðeins notið í eitt ár, en nafn mitt mun verða greipt í hann og vera á honum til minningar um sigur minn.

bikar

Og í hverju ætli ég hafi unnið sigur spyrja sig líklega einhverjir.
Ég keppti í Mælskukeppni einstaklinga hjá JCI síðastliðið föstudagskvöld og bar sigur úr bítum þar. Fyrir þennan sigur fékk ég evrópuþingpakka, er semsagt á leiðinni til Turku í Finnlandi í byrjun júní að keppa fyrir hönd Íslands á Evrópuþingi JCI. Að keppa við bestu ræðumenn Evrópu :-)
Svo nú er ekkert annað að gera en að snara ræðunni yfir á ensku og æfa sig vel með aðstoð góðra þjálfara :-)

Ég er ekkert smá stolt af þessum árangri mínum og ég vil þakka öllu því góða fólki sem hefur átt þátt í því að styrkja mig og efla og ná svona góðum árangri (nota bene - fólk veit ekkert endilega af því hvernig áhrif það hefur á fólkið í kringum sig, það gerist oft alveg óafvitandi). Í þeim hópi eru að sjálfsögðu fjölskylda, vinir, vinnufélagar, fólkið hjá Dale Carnegie og auðvitað hið elskulega fólk í JCI!


Office pranks

Þeir eru svoooo skemmtilegir - þegar maður lendir ekki í þeim sjálfur Smile Nei nei maður hefur nú húmor sjálfur ;-)

Setja límmiða undir músina - taka músina úr sambandi - skipta um mynd á skjánum - og ýmislegt fleira í þeim dúr Whistling 


Pósturinn

Um daginn fékk ég bréf frá póstinum um að mér hafi borist böggull og að þar sem ég hafi ekki verið heima þegar komið var með hann heim til mín þá þurfi ég að sækja hann sjálf.

Ohh. Það þýðir að ég þarf að gera mér ferð á pósthúsið í Hafnarfirði, þangað þarf ég að ná fyrir kl. 18 einhvern daginn. Ég er að vinna til fimm og tvisvar í viku er ég upptekin eftir vinnu svo ekki kemst ég þá daga. Svo ég þarf að taka frá tíma einhvern af hinum dögunum til að drífa mig heim og á pósthúsið. Ekki gerði ég það í gær þar sem ég kíkti til Tryggva í Ármúlann og fór svo með honum til Trausta í Allra8 að hjálpa honum að veggfóðra einn vegg. Ég veit ekki hvort ég kemst í dag því kannski fer ég til Tryggva að æfa mig fyrir ME og við fáum okkur eitthvað gott að borða saman - kannski fer ég heim og næ þá að sækja pakkann.

Það væri svo þægilegt ef ég gæti skotist í hádeginu á pósthús í nágrenni við vinnuna. En það er auðvitað ekki hægt þar sem pakkinn er í öruggri geymslu í pósthúsinu í Hafnarfirði.

En ég sé fyrir mér framtíðina. Í framtíðinni verður þetta hægt. Þá fer ég á næsta pósthús sem hefur samband við móðurstöð þar sem allir pakkar landsmanna eru geymdir. Móðurstöðin setur pakkann í þar til gert tæki sem flytur pakkann á nokkrum sekúndum yfir á pósthúsið þar sem ég er stödd. Fjarflutningar. Þá er hægt að spara pláss á hverri póststöð fyrir sig og hafa eina stóra móðurstöð. Bara snilld.

"Beam me up Scotty" :-)


Þetta eru hetjur

Ég var einmitt að tala um þetta á laugardagskvöldið - eða réttarasagt aðfararnótt sunnudags þegar við fórum í 10-11 til þess að byrgja okkur upp af þynnkunammi fyrir sunnudaginn, að starfsmenn 10-11 í Austurstræti eru hetjur. Hvort sem það eru afgreiðslufólk eða öryggisverðir, þá eru þetta hetjur. Að nenna að afgreiða blindfullt fólk um helgar.. eitthvað sem ég veit að ég myndi aldrei nokkurntíma nenna að standa í.


mbl.is Telur árásina hefndaraðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já já já

Og þeir sem hafa vit á því að eiga ÓB frelsis kort eins og ég geta fengið enn meiri afslátt, ég gæti dælt núna fyrir 126,4kr. í stað 129,4 (þriggja króna afsláttur). Reyndar er bíllinn nánast fullur þar sem elskuleg tengdamóðir mín fyllti hann þegar hún fékk hann lánaðan. Kannski fer ég og fylli hann aftur - gæti jafnvel komist 500 kall á hann Tounge
mbl.is Fleiri lækka eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli einhver hafi ýtt á vitlausan takka?

Það kom flökt á rafmagnið hjá okkur í Borgartúninu (vinnunni) - sem betur fer datt tölvan mín þó ekki út :)

Og ég hef öruggar heimildir fyrir því að flöktið hafi líka verið í Hafnarfirði.


mbl.is Rafmagnslaust í Mosfellsbæ og hluta Grafarvogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kallar maður frumkvöðlastarfsemi

Ef aðstæður í hafinu hér við land leyfa þetta, þá er þetta bara brilliant hugmynd og ég er viss um að margir ferðamenn myndu nýta sér þetta. Fara frekar þangað í hvalaskoðun heldur en eitthvert annað. Ég veit allavega að ég myndi koma við þarna og fara að skoða hvali. Ég hef farið í hvalaskoðun og það var virkilega skemmtileg og eftirminnileg upplifun og ef upplifunin er meiri í svona bát þá myndi ég ekki sleppa því. Jafnvel gera mér sérferð til Dalvíkur, bæði til þess að skoða hvalina og styrkja þessa frumkvöðlastarfsemi hjá drengnum. Ég er alveg viss um að hann skapi sitt eigið góðæri. Vona sannarlega að þetta gangi upp.
mbl.is Kafbátur í hvalaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband