Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Í djúpu laugina

Nei ekki sjónvarpsþáttinn (sem er heldur ekki í gangi núna).. mun það vera tjáningalaugin sem ég tala um..

En frá og með morgundeginum verður meira en nóg að gera. Næstu þriðjudags- og fimmtudagskvöld verð ég á ræðunámskeiði, og í 12 þriðjudagskvöld, frá og með 12. febrúar verð ég aðstoðarmaður á Dale Carnetgie námskeiði þar sem ég þarf svo sannarlega að tjá mig og hlusta á aðra og veita góðan stuðning.
Já, ekki fyrir löngu hefði mér aldrei dottið í hug að fara svona langt út fyrir þægindahringinn og hvað þá svona oft, nýbúin á DC námskeiði sjálf og helli mér þá bara tvöfalt eða þrefalt út í djúpu laugina aftur. Ég er svolítið stressuð fyrir þetta en ég veit að ég hef bara gott að þessu og þetta stækkar þægindahringinn, sem er nú allt of lítill hjá mér, töluvert.

En jæja, ég drukkna nú varla við þetta - verð örugglega vel synd eftir þessar æfingar :)


Og þá bankar Helgi að dyrum

Þetta verður líklega frekar ljúf helgi. Allavega hjá mér, veit ekki með karlinn sem sat á klósettinu í allan morgun (ég ætla sko ekki að smitast af honum!). Helgin byrjar með aðalfundi JCI Esju og partý. Býst ekki við að vera lengi vegna ástands karlins. Á morgun verður þó tekinn skurkur heimafyrir, enda veitir ekki af... skúra, skrúbba, bóna. Og hlaupin halda áfram. Verð að fara á morgun fyrst ég var löt í morgun! Á sunnudag er svo kaffiboð og matarboð.. nóg að gera í þeim bransanum alltaf hreint, vorum með þetta fína matarboð um síðustu helgi líka. Og svo byrjar næsta vika með átakskeppni í vinnunni þar sem kemur manneskja til að mæla okkur öll alveg kyrfilega - ekki bara þetta hefðbunda þyngd og fituprósenta. Nei sko alvörumæling, kólesteról og blóðsykur og einhver svoleiðis læti. Verður gaman að fá niðurstöðurnar úr því. Það eru allir að hugsa um að eta á sig gat um helgina, helst eitthvað sem heldur vökvanum vel í líkamanum (eins og jólamatur) svo maður sé í eins slæmu ástandi á mánudaginn og hægt er... :P

Snilld

Þetta finnst mér bara kúl. Samt ekki viss um að þetta passi inn í stofu hjá mér eins og er, en kannski þegar ég verð búin að byggja mér villuna sem ég er með í hausnum :P

Er nú alveg nógu ánægð með 42" plasmann sem er inni í stofu hjá mér og er tengdur við tölvuna. Veit fátt betra en að liggja eins og skata í geðveika sjónvapssófanum mínum fyrir framan plasmann og horfa á eitthvað gott hd efni eða bara leggja kapal (nei ég get ekki hætt að monta mig yfir plasmanum mínum).. Tryggva fannst líka æði að geta spilað tölvuleik á svona stórum skjá enda kláraði hann Call of Duty (held ég, fylgist ekkert með þessum tölvuleikjum) á einni nóttu.


mbl.is Stærsti skjár í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Latir og ljúgandi foreldrar

Ég hneykslast alltaf jafn mikið á þeim foreldrum sem nenna ekki að sinna börnunum sínum. Kommon.. ef barnið þitt fær lús þá losarðu það við hana sem fyrst og lætur það ekki kveljast undan kláða frá lúsabiti í marga daga og jafnvel vikur, eða kvíða yfir því hvort það sé með lús (kvíði sem getur brotist út í kláða)!
Ónefnd stúlka sem ég þekki sem vann/vinnur á ónefndum leikskóla sagði mér frá því að hún hafi oft orðið vitni að því að foreldrar hafi hreinlega logið að leikskólakennurunum að þau hafi kembt börnin sín til þess að það væri tekið við þeim á leikskólanum. En nei, börnin sögðu satt og rétt frá þegar þau voru spurð, þau höfðu ekki verið kembd, og voru jafnvel með "bullandi" lús. Að foreldrar skuli leyfa sér þetta að hunsa börnin sín svona og ljúga svo að leikskólakennurunum. Ætli þessir foreldrar ætlist ekki bara til þess að leikskólakennarar og síðar grunnskólakennarar sjái um uppeldið á grey börnunum.
Ég skil alveg að það koma stundir þar sem er ekki hægt að sinna börnunum til fullnustu og það koma álagspunktar í líf manns þar sem það getur verið erfitt. En að losa barnið ekki við lúsina eða einu sinni tékka á því hvort það sé með lús finnst mér alveg ótrúlegt sinnuleysi. Það er alveg hægt að taka frá smá tíma til þess. Þetta er nú einu sinni barnið þitt.


mbl.is Lúsin á ábyrgð foreldranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með ofnæmi fyrir Tryggva

Useless information.. 

Þegar húðin á mér strýkst fast við skeggrótina/skeggið hans Tryggva þá fæ ég þvílík útbrot, ofnæmisútbrot. Rauð upphleypt húð sem mig klæjar mikið í. Þetta gerist t.d. eins og í gær þegar við erum að fíflast og ég er að kitla hann á hálsinum. Hann festir hendina á mér milli hauss og axlar (svona hefðbundin kitliviðbrögð) og ég dreg hendina úr prísundinni, eftir skeggrótinni. Og fæ útbrot á hendina. Og þá er bara að fara inn á bað og bera Aloe Vera á til kælingar. Kallinn er bara með svo harða og þykka skeggrót að það má varla vera neitt á honum..

Já eins gott fyrir kallinn að raka sig vel!

Tryggvi má ekki gleyma að raka sig :)


Öl hússins

Nú er með sanni hægt að bjóða upp á vín hússins, eða öllu heldur öl hússins.
Finnst þetta mjög sniðugt og getur einmitt eins og segir í fréttinni skapað veitingahúsum sérstöðu.

Spennandi.


mbl.is Ölið bruggað á staðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með þessa kofa

Ég hef svosem ekki lesið mér til um neina sögu þessarra húsa og veit ekki hvort hún sé merkileg og skrifa ég hér á eftir út frá mínu eigin fagurfræðilega auga.

Mitt fagurfræðilega auga segir "rífið þessi hús, ekki flytja þau annað". Þetta eru pínulitlir kofar sem passa ekki inn í bæjarmyndina (sem er annað mál sem þarf að taka á) og hindra eðlilega uppbyggingu. Ég skil ekki hvers vegna er alltaf verið að halda í einhverja litla kofa. Jú auðvitað er skiljanlegt að það sé haldið í eitt og eitt mjög merkilegt hús (þ.e. þau flutt á eitthvað safn - þau eru hvort eð er svo lítil að þau komast vel fyrir innan í nútíma stórum byggingum) en það er óþarfi að halda í hverja einustu spítu sem er meira en x gömul. Að mínu mati má gamla bæjarmyndin sem verið er að rífast um alveg hverfa fyrir einhverju nýju og betra.

En svo er það annað mál - hvað á að koma þarna í staðinn. Það er eitt sem mér finnst vanta upp á í mörgum bæjarfélögum, heildarsýn - framtíðarsýn. Skammtímalausnir og skammsýni virðast oft einkenna uppbyggingu sem þá skilar sér í sundurlausum og miður fallegum svæðum sem eru ekki í neinu samræmi við eitt eða neitt. Mér finnst oft ekki nógu mikið hugsað um svæðið í kring og hvernig svæðið í kring mun koma til með að líta út í framtíðinni. Að mínu mati er oft bara hugsað um þennan litla blett sem verið er að byggja á og ekkert verið að pæla í hvort það sé í samræmi við annað.
Tökum sem dæmi Borgartúnið þar sem ég er að vinna. Við erum í þessu fína húsnæði sem var verið að breyta (byggt ofan á og tekið í gegn að utan). Fyrir aftan okkar hús er Straums-Burðaráss húsið. Og það eru endalaust mörg stórhýsi að rísa í götunni - en mér finnst þetta vera svo mikið kaos eitthvað og ekkert verið að hugsa um umferðina hérna og hvað þá bílastæðin! Þvílík vöntun á bílastæðum. Já, oft finnst mér "skipulög" enda í hálfgerðu kaosi.


mbl.is Kúbein á lofti við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólatré út um allar götur

Já nú byrjar sá tími sem jólatré fjúka um allar götur og sjást í hverjum krók og kima. Jú auðvitað skila flestir sínu jólatré af sér samviskusamlega, á réttan hátt á réttum tíma, en það eru svo margir sem fara annaðhvort of seint út með tréð og halda að bæjarstarfsmenn séu ennþá að pikka upp trén eða er alveg sama og henda þeim út hvort sem er og bara hvar sem er. Já, á þessum tíma og langt frameftir í janúar eru trén út um allt. Já mér finnst fínt að vera bara með fallegt gervitré og vera laus við þetta vesen - bæði að velja tré, ferja það heim og að losa mig svo við það, já og svo standa í að vökva það reglulega, ryksuga allt barrið sem fellur af þegar tekið er af því og það ferjað út (að vísu þarf að ryksuga örlítið eftir gervitréð líka en það er svo stjarnfræðilega lítið miðað við það raunverulega). Kannski breytist þetta þegar ég er komin með börn til þess að leyfa þeim að kynnast þessum sið (sem ég ólst upp við) að vera með raunverulegt jólatré. 


mbl.is Jólatré fjarlægð í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veistu af hverju mammútar dóu út?

Af því að það voru engir pabbútar!
mbl.is Frosinn loðfíll gæti varpað ljósi á loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

0 bids

..síðast þegar ég tékkaði á ebay.. sem var núna rétt í þessu...

Er hann með svona private bids eða hvað?


mbl.is Vill 100.000 dali fyrir yahoo.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband